Tarantino í tölvuna 21. desember 2006 16:45 Leikurinn fylgir myndinni í einu og öllu og er afar nákvæmur. Leikurinn Reservoir Dogs er kominn út á Xbox og pc, en hann er algjörlega byggður á kvikmyndinni. Það hefur lengi verið siður að gera tövluleiki eftir kvikmyndum og kvikmyndir eftir tölvuleikjum. Leikurinn kemur yfirleitt út á sama tíma og myndin og er mikið notaður í auglýsingatilgangi. Hins vegar hefur það gerst af og til að leikir eru gerðir eftir frægum kvikmyndum, mörgum árum eftir útgáfu þeirra og bera þar hæst leikir á borð við Scarface og Godfather. Nú er kominn út leikurinn Reservoir Dogs, sem byggist algjörlega á samnefndri kvikmynd Quentins Tarantinos, sem var jafnframt hans fyrsta kvikmynd og kom út árið 1992. Myndin fjallar um hóp manna sem taka þátt í vel skipulögðu skartgriparáni. Eitthvað fer þó úrskeiðis, einhver kjaftaði í lögguna og eru jafnvel sumir að þjóna eigin tilgangi en ekki hópsins. Leikurinn fylgir myndinni ítarlega og þurfa leikmenn bæði að fremja ránið og koma svo ræningjunum í skálkaskjól sitt. Leikmenn þurfa að komast að því hvernig Mr. White tókst að flýja, hvar Mr. Pink faldi demantana og leysa vandann með góðmennið Eddie, en þessar persónur ættu að vera kunnugar þeim sem myndina hafa séð. Framleiðendur leiksins gættu sín á að halda Tarantino- áhrifunum á sínum stað og endurspeglast það í skemmtilegum samtölum, miklu ofbeldi og hárbeittum húmor. Engin ein aðalpersóna er til grundvallar, heldur þurfa menn að stýra hverjum og einum bófa og ekki endilega í sömu tímaröð og kvikmyndin gerðist. Hvort sem leikmenn eru fótgangandi í bíl eða á öðru farartæki er sagt að spennan í leiknum gefi aldrei eftir. Sama tónlist er notuð í leiknum og í myndinni og ættu margir að brosa breitt þegar lagið „Stuck in the middle with you" fær að hljóma, en það var notað á eftirminnilegan hátt fyrir næstum 15 árum síðan í þekktu atriði myndarinnar. Svo auðvitað er gamla kempan Michael Madsen sem ljáir rödd sína persónu í leiknum, en hann spilaði stóra rullu í kvikmyndinni. Leikurinn spilast á PC og á Xbox og ætti að finnast í öllum helstu tölvuleikjaverslunum. Það ber þó að taka fram að hann er mjög ofbeldisfullur, rétt eins og kvikmyndin fræga. dori@frettabladid.is Ekkert nema hasar leikurinn ku vera æsispennandi og fær leikmenn til að svitna á köflum. . Reservoir Dogs fyrsta kvikmynd leikstjórans Quentin Tarantino en hún kom út fyrir næstum 15 árum síðan. . Leikjavísir Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Leikurinn Reservoir Dogs er kominn út á Xbox og pc, en hann er algjörlega byggður á kvikmyndinni. Það hefur lengi verið siður að gera tövluleiki eftir kvikmyndum og kvikmyndir eftir tölvuleikjum. Leikurinn kemur yfirleitt út á sama tíma og myndin og er mikið notaður í auglýsingatilgangi. Hins vegar hefur það gerst af og til að leikir eru gerðir eftir frægum kvikmyndum, mörgum árum eftir útgáfu þeirra og bera þar hæst leikir á borð við Scarface og Godfather. Nú er kominn út leikurinn Reservoir Dogs, sem byggist algjörlega á samnefndri kvikmynd Quentins Tarantinos, sem var jafnframt hans fyrsta kvikmynd og kom út árið 1992. Myndin fjallar um hóp manna sem taka þátt í vel skipulögðu skartgriparáni. Eitthvað fer þó úrskeiðis, einhver kjaftaði í lögguna og eru jafnvel sumir að þjóna eigin tilgangi en ekki hópsins. Leikurinn fylgir myndinni ítarlega og þurfa leikmenn bæði að fremja ránið og koma svo ræningjunum í skálkaskjól sitt. Leikmenn þurfa að komast að því hvernig Mr. White tókst að flýja, hvar Mr. Pink faldi demantana og leysa vandann með góðmennið Eddie, en þessar persónur ættu að vera kunnugar þeim sem myndina hafa séð. Framleiðendur leiksins gættu sín á að halda Tarantino- áhrifunum á sínum stað og endurspeglast það í skemmtilegum samtölum, miklu ofbeldi og hárbeittum húmor. Engin ein aðalpersóna er til grundvallar, heldur þurfa menn að stýra hverjum og einum bófa og ekki endilega í sömu tímaröð og kvikmyndin gerðist. Hvort sem leikmenn eru fótgangandi í bíl eða á öðru farartæki er sagt að spennan í leiknum gefi aldrei eftir. Sama tónlist er notuð í leiknum og í myndinni og ættu margir að brosa breitt þegar lagið „Stuck in the middle with you" fær að hljóma, en það var notað á eftirminnilegan hátt fyrir næstum 15 árum síðan í þekktu atriði myndarinnar. Svo auðvitað er gamla kempan Michael Madsen sem ljáir rödd sína persónu í leiknum, en hann spilaði stóra rullu í kvikmyndinni. Leikurinn spilast á PC og á Xbox og ætti að finnast í öllum helstu tölvuleikjaverslunum. Það ber þó að taka fram að hann er mjög ofbeldisfullur, rétt eins og kvikmyndin fræga. dori@frettabladid.is Ekkert nema hasar leikurinn ku vera æsispennandi og fær leikmenn til að svitna á köflum. . Reservoir Dogs fyrsta kvikmynd leikstjórans Quentin Tarantino en hún kom út fyrir næstum 15 árum síðan. .
Leikjavísir Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira