Rocky slær frá sér 28. desember 2006 13:00 Rocky Balboa Kætir krítikera jafnt sem almenning. Þrátt fyrir hrakspár, háð og spott getur Sylvester Stallone vel við unað með gengi sjöttu myndarinnar um boxarann sjónumhrygga Rocky Balboa, sem ekki aðeins laðar fjöldann að heldur fær fína dóma ofan í kaupið. Myndin er í þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndir í Bandaríkjunum; halaði inn rúmar 900 milljónir króna fyrstu sýningarhelgina en heildartekjur frá því að myndin var frumsýnd á miðvikudag fyrir viku eru þegar orðnar 1,6 milljarðar. Gagnrýnendur eru heilt á litið ánægðir með Stallone og segja Rocky aldrei hafa verið í betra formi síðan 1976 þegar fyrsta myndin um hann kom út. Ef til vill vinnur mótbyrinn með honum því eins og gagnrýnandi Premire Magazine kemst að orði virðist sem Stallone hafi eitthvað að sanna og gerir það með glæsibrag. Gagnrýnandi Eclipse Magasine tekur í sama streng og segir að Stallone hafi tekist hið ómögulega, að glæða nýju lífi í steindauða persónu sem áhorfendum stóð á sama um. Á heimasíðu IMDB fær myndin 7,9 í meðaleinkunn sem má teljast prýðileg einkunn og á Rotten Tomatoes fær hún 77 prósent, sem þykir afbragð á þeim bæ. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þrátt fyrir hrakspár, háð og spott getur Sylvester Stallone vel við unað með gengi sjöttu myndarinnar um boxarann sjónumhrygga Rocky Balboa, sem ekki aðeins laðar fjöldann að heldur fær fína dóma ofan í kaupið. Myndin er í þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndir í Bandaríkjunum; halaði inn rúmar 900 milljónir króna fyrstu sýningarhelgina en heildartekjur frá því að myndin var frumsýnd á miðvikudag fyrir viku eru þegar orðnar 1,6 milljarðar. Gagnrýnendur eru heilt á litið ánægðir með Stallone og segja Rocky aldrei hafa verið í betra formi síðan 1976 þegar fyrsta myndin um hann kom út. Ef til vill vinnur mótbyrinn með honum því eins og gagnrýnandi Premire Magazine kemst að orði virðist sem Stallone hafi eitthvað að sanna og gerir það með glæsibrag. Gagnrýnandi Eclipse Magasine tekur í sama streng og segir að Stallone hafi tekist hið ómögulega, að glæða nýju lífi í steindauða persónu sem áhorfendum stóð á sama um. Á heimasíðu IMDB fær myndin 7,9 í meðaleinkunn sem má teljast prýðileg einkunn og á Rotten Tomatoes fær hún 77 prósent, sem þykir afbragð á þeim bæ.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira