Augun beinast að eigendum DV 10. janúar 2006 19:51 Ég ætla ekki að skrifa langt mál um sjálfsmorð forsíðufréttar DV. En eigendur blaðsins þurfa alvarlega að hugsa sinn gang. Það eru ekki bara hinar ósæmilegu nafnbirtingar sem eru komnar út fyrir allan þjófabálk - oft er verið að slá upp fréttum af fólki sem er beinlínis veikt, fyrir utan þá sem engin sekt hefur verið sönnuð á - heldur er líka einhver hallærislegur meinfýsistónn í blaðinu, hefði máski einhvern tíma verið kenndur við níhilisma. Það er hlakkað yfir óförum annarra, eins og lífið sé andstyggilegur sirkus - til hvers þurfti til dæmis að segja að viðfangsefni forsíðunnar í dag væri "einhentur"? Útgáfa DV í núverandi mynd mun ekki ganga til lengdar, enda gengur blaðið til dæmis mun lengra en hliðstæð blöð á Norðurlöndunum. Nú er tími til að nema staðar, breyta stefnunni eða leggja niður blaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun
Ég ætla ekki að skrifa langt mál um sjálfsmorð forsíðufréttar DV. En eigendur blaðsins þurfa alvarlega að hugsa sinn gang. Það eru ekki bara hinar ósæmilegu nafnbirtingar sem eru komnar út fyrir allan þjófabálk - oft er verið að slá upp fréttum af fólki sem er beinlínis veikt, fyrir utan þá sem engin sekt hefur verið sönnuð á - heldur er líka einhver hallærislegur meinfýsistónn í blaðinu, hefði máski einhvern tíma verið kenndur við níhilisma. Það er hlakkað yfir óförum annarra, eins og lífið sé andstyggilegur sirkus - til hvers þurfti til dæmis að segja að viðfangsefni forsíðunnar í dag væri "einhentur"? Útgáfa DV í núverandi mynd mun ekki ganga til lengdar, enda gengur blaðið til dæmis mun lengra en hliðstæð blöð á Norðurlöndunum. Nú er tími til að nema staðar, breyta stefnunni eða leggja niður blaðið.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun