Fuglaflensan verður til umfjöllunar í Kompási í næstu viku. Fréttir af
útbreiðslu hennar vekja kannski fleiri spurningar en svör.
-
Hvað gerist í íslensku samfélagi ef hún berst hingað?
-
Hvernig bregst heilbrigðiskerfið við?
-
Fyllast spítalarnir?
Kompás gefur fólki kost á að senda inn spurningar
um fuglaflensuna sem þátturinn leitast svo við að svara. Spurningarnar
verða að vera hnitmiðaðar. Þær má senda á netfangið kompas@365.is