Að skilgreina varnarþörfina 25. mars 2006 23:40 Að skilgreina varnarþörfina. Þetta er einn af þessum frösum sem snögglega komast í umferð en er svo enginn friður fyrir. Þungbúnar sendinefndir, að maður skyldi halda þrútnar af sérfræðiþekkingu, hafa sinnt varnarþörfinni undanfarin ár, verið á stanslausum ferðalögum milli Reykjavíkur og Washington. Það var passað upp á að ræða ekki opinskátt um málin og helst alls ekki á mannamáli - eins og þetta kæmi okkur venjulegum borgurum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Á endanum var árangurinn nákvæmlega enginn. Það að skilgreina varnarþörf er varla erfitt fyrir sumar þjóðir. Þær eiga sína óvini, oft frá fornu fari, kannski bara hinum megin við bæjarlækinn. En hjá öðrum þjóðum er þetta vandasamara - og kannski erfiðast fyrir friðsamar og afskekktar smáþjóðir. Þá þarf jafnvel að gera mjög nákvæma og jafnvel vísindalega leit að óvinum til að geta síðan haldið uppi almennilegum vörnum - því engin er þjóð meðal þjóða nema hún hafi varnir. --- --- -- En hver er þá hættan sem steðjar að Íslendingum nútímans? Mun grænlenski herinn einn daginn mæta hingað með hvalskutla sínar og sveðjur eða verða það kannski sportklæddir Norðmenn sem sjá tækifæri í varnarleysi landsins, skíða yfir okkur - minnugir fornra yfirráða? Eða Danir sem öfunda okkur svo mikið þessa dagana? Danski herinn hefur jú reynsluna af því að bombardéra sumarbústaði Þjóðverja við Jótlandsstrendur. Eða þá einhverjar þjóðir sem eru miklu lengra í burtu, og við vitum kannski ekki hvað heita en hafa illt í hyggju? Er furða þótt maður sé fullur af kvíða? Þekktu óvin þinn, stendur á vísum stað, en hvað á sá að gera sem á alls engan óvin. --- --- --- Þetta var öðruvísi í heimstyrjöldinni og kalda stríðinu. Þá var hernaðarlegt mikilvægi Íslands slíkt að landinu var líkt við tröllaukið flugvélamóðurskip. Því er jafnvel haldið fram að þá hafi verið stórveldistími Íslands, þegar Íslendingar gátu, í fullvissunni um hvað þeir voru merkilegir, kúgað sér stærri og öflugari þjóðir. Það er sagt að Donald Rumsfeld hafi þurft að horfa upp á þessar aðfarir smáþjóðarinnar í eina tíð - og sé ekki enn búinn að fyrirgefa Íslendingum derringinn í þorskastríðunum. En við eigum semsé tæplega von á innrás frá óvinveittu ríki eins og í Red Dawn Rising, hinni stórmerkilegu skáldsögu Toms Clancy, þar sem Sovétmenn ganga á land á Reykjanesi - og nokkrir varnarliðsmenn flýja vestur í Dali með stúlku sem heitir Vigdís. Rússneskir kafbátar eru líka steinhættir að laumast um hafið kringum Ísland, heldur ryðga þeir upp í hrönnum norður í Múrmansk. Eftir ferð Geirs Haarde til Moskvu á maður hérumbil von á að Rússar bjóðist til að sjá um varnir landsins gegn hæfilegri þóknun - eins og norskur varnarmálasérfræðingur hefur reyndar þegar gert. --- --- --- Jú, eiturlyfjum verður sjálfsagt alltaf smyglað hingað, en þó í frekar litlum mæli. Glæpasamtök hafa eftir litlu að slægjast hér - verða varla mjög stórtæk vegna smæðar markaðarins. Við getum heldur ekki verið ofarlega á lista hryðjuverkamanna; landið er einangrað, leiðirnar til og frá því takmarkað, pólitískt mikilvægi þess sáralítið. Líklega vita fæstir sem hyggja á hryðjuverk einu sinni að Ísland sé til - að minnsta kosti er ósennilegt að þeir myndu eyða púðri sínu hér. Það eru miklu betri skotmörk í boði. Ekkert af þessu útheimtir orrustuþotur eða fjölmenna flokka hermanna, og í raun ekki annað en sæmilega þjálfaða lögreglusveit sem getur tekið byssurnar út úr skáp ef þörf krefur. Að ógleymdri Landhelgisgæslunni og hinum glæstu björgunarsveitum sem eru stolt þjóðarinnar þegar eitthvað á bjátar. Verkefnið er fremur á sviði almannavarna en herþjónustu. --- --- --- Jú, en það hlýtur að vera einhver hætta, hættur eru líka ófyrirséðar, það er oft í eðli hættunnar að erfitt er að sjá hana fyrir. Hún skellur bara á. Hund-Tyrkinn kom til dæmis býsna óvænt á sínum tíma - árið 1627. Þetta segja menn, en munu samt passa sig á að nefna enga sérstaka, áþreifanlega hættu á nafn - þá er nefnilega hætta við að einhver gæti farið að hlæja. Nú þarf að setja á stofn greiningareildir til að greina hættur, en ef síðan kæmi í ljós að það eru engar hættur - ja, hvað á þá að gera? Varla kemur til greina að leggja niður greiningardeildirnar - og byggja þá á hverju? Hyggjuvitinu? --- --- --- Það mun varla neinn rifja upp nýlega skýrslu þar sem stóð að hættustig á Íslandi væri svipað og í örríkjunum Andorra, San Marínó og gott ef ekki Færeyjum. Nei, í staðinn verður þeim teflt fram aftur sérfræðingunum sem hafa látið eins og þeir séu að vinna ótrúlega merkilegt starf í varnarmálunum síðustu árum, með sérstökum tengslum við ráðamenn vestra. Málið verður áfram rætt með frösum sem hljóma eins og þeir byggi á ógurlegri sérfræðiþekkingu. Meira að segja gamlir herstöðvaandstæðingar eru farnir að tala um að skilgreina varnarþörfina - rétt eins og sé búið að skutla þeim inn á aðalfund hjá Varðbergi. Einn nýjasti frasinn er að þurfi herlið - líklega með orrustuþotum - til að verja íslenska flugstjórnarsvæðið sem er eitt hið stærsta í veröldinni. En einhvern veginn hélt maður að venjan í alþjóðasamskiptum væri að miða við lofthelgi fremur en flugstjórnarsvæði. --- --- --- Hitt er svo annað mál að það gætu verið ágæt rök fyrir því að stofna íslenskan her. Þá kannski einkum til að aga unga fólkið hér, kenna því að hlýða og almenna kurteisi, búa um rúmið, vakna á morgnana og svoleiðis. Þú ert að grínast.Þetta er að uppistöðu pistill sem var fluttur í Íslandi dag á Stöð 2/NFS 24. mars 2006 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Að skilgreina varnarþörfina. Þetta er einn af þessum frösum sem snögglega komast í umferð en er svo enginn friður fyrir. Þungbúnar sendinefndir, að maður skyldi halda þrútnar af sérfræðiþekkingu, hafa sinnt varnarþörfinni undanfarin ár, verið á stanslausum ferðalögum milli Reykjavíkur og Washington. Það var passað upp á að ræða ekki opinskátt um málin og helst alls ekki á mannamáli - eins og þetta kæmi okkur venjulegum borgurum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Á endanum var árangurinn nákvæmlega enginn. Það að skilgreina varnarþörf er varla erfitt fyrir sumar þjóðir. Þær eiga sína óvini, oft frá fornu fari, kannski bara hinum megin við bæjarlækinn. En hjá öðrum þjóðum er þetta vandasamara - og kannski erfiðast fyrir friðsamar og afskekktar smáþjóðir. Þá þarf jafnvel að gera mjög nákvæma og jafnvel vísindalega leit að óvinum til að geta síðan haldið uppi almennilegum vörnum - því engin er þjóð meðal þjóða nema hún hafi varnir. --- --- -- En hver er þá hættan sem steðjar að Íslendingum nútímans? Mun grænlenski herinn einn daginn mæta hingað með hvalskutla sínar og sveðjur eða verða það kannski sportklæddir Norðmenn sem sjá tækifæri í varnarleysi landsins, skíða yfir okkur - minnugir fornra yfirráða? Eða Danir sem öfunda okkur svo mikið þessa dagana? Danski herinn hefur jú reynsluna af því að bombardéra sumarbústaði Þjóðverja við Jótlandsstrendur. Eða þá einhverjar þjóðir sem eru miklu lengra í burtu, og við vitum kannski ekki hvað heita en hafa illt í hyggju? Er furða þótt maður sé fullur af kvíða? Þekktu óvin þinn, stendur á vísum stað, en hvað á sá að gera sem á alls engan óvin. --- --- --- Þetta var öðruvísi í heimstyrjöldinni og kalda stríðinu. Þá var hernaðarlegt mikilvægi Íslands slíkt að landinu var líkt við tröllaukið flugvélamóðurskip. Því er jafnvel haldið fram að þá hafi verið stórveldistími Íslands, þegar Íslendingar gátu, í fullvissunni um hvað þeir voru merkilegir, kúgað sér stærri og öflugari þjóðir. Það er sagt að Donald Rumsfeld hafi þurft að horfa upp á þessar aðfarir smáþjóðarinnar í eina tíð - og sé ekki enn búinn að fyrirgefa Íslendingum derringinn í þorskastríðunum. En við eigum semsé tæplega von á innrás frá óvinveittu ríki eins og í Red Dawn Rising, hinni stórmerkilegu skáldsögu Toms Clancy, þar sem Sovétmenn ganga á land á Reykjanesi - og nokkrir varnarliðsmenn flýja vestur í Dali með stúlku sem heitir Vigdís. Rússneskir kafbátar eru líka steinhættir að laumast um hafið kringum Ísland, heldur ryðga þeir upp í hrönnum norður í Múrmansk. Eftir ferð Geirs Haarde til Moskvu á maður hérumbil von á að Rússar bjóðist til að sjá um varnir landsins gegn hæfilegri þóknun - eins og norskur varnarmálasérfræðingur hefur reyndar þegar gert. --- --- --- Jú, eiturlyfjum verður sjálfsagt alltaf smyglað hingað, en þó í frekar litlum mæli. Glæpasamtök hafa eftir litlu að slægjast hér - verða varla mjög stórtæk vegna smæðar markaðarins. Við getum heldur ekki verið ofarlega á lista hryðjuverkamanna; landið er einangrað, leiðirnar til og frá því takmarkað, pólitískt mikilvægi þess sáralítið. Líklega vita fæstir sem hyggja á hryðjuverk einu sinni að Ísland sé til - að minnsta kosti er ósennilegt að þeir myndu eyða púðri sínu hér. Það eru miklu betri skotmörk í boði. Ekkert af þessu útheimtir orrustuþotur eða fjölmenna flokka hermanna, og í raun ekki annað en sæmilega þjálfaða lögreglusveit sem getur tekið byssurnar út úr skáp ef þörf krefur. Að ógleymdri Landhelgisgæslunni og hinum glæstu björgunarsveitum sem eru stolt þjóðarinnar þegar eitthvað á bjátar. Verkefnið er fremur á sviði almannavarna en herþjónustu. --- --- --- Jú, en það hlýtur að vera einhver hætta, hættur eru líka ófyrirséðar, það er oft í eðli hættunnar að erfitt er að sjá hana fyrir. Hún skellur bara á. Hund-Tyrkinn kom til dæmis býsna óvænt á sínum tíma - árið 1627. Þetta segja menn, en munu samt passa sig á að nefna enga sérstaka, áþreifanlega hættu á nafn - þá er nefnilega hætta við að einhver gæti farið að hlæja. Nú þarf að setja á stofn greiningareildir til að greina hættur, en ef síðan kæmi í ljós að það eru engar hættur - ja, hvað á þá að gera? Varla kemur til greina að leggja niður greiningardeildirnar - og byggja þá á hverju? Hyggjuvitinu? --- --- --- Það mun varla neinn rifja upp nýlega skýrslu þar sem stóð að hættustig á Íslandi væri svipað og í örríkjunum Andorra, San Marínó og gott ef ekki Færeyjum. Nei, í staðinn verður þeim teflt fram aftur sérfræðingunum sem hafa látið eins og þeir séu að vinna ótrúlega merkilegt starf í varnarmálunum síðustu árum, með sérstökum tengslum við ráðamenn vestra. Málið verður áfram rætt með frösum sem hljóma eins og þeir byggi á ógurlegri sérfræðiþekkingu. Meira að segja gamlir herstöðvaandstæðingar eru farnir að tala um að skilgreina varnarþörfina - rétt eins og sé búið að skutla þeim inn á aðalfund hjá Varðbergi. Einn nýjasti frasinn er að þurfi herlið - líklega með orrustuþotum - til að verja íslenska flugstjórnarsvæðið sem er eitt hið stærsta í veröldinni. En einhvern veginn hélt maður að venjan í alþjóðasamskiptum væri að miða við lofthelgi fremur en flugstjórnarsvæði. --- --- --- Hitt er svo annað mál að það gætu verið ágæt rök fyrir því að stofna íslenskan her. Þá kannski einkum til að aga unga fólkið hér, kenna því að hlýða og almenna kurteisi, búa um rúmið, vakna á morgnana og svoleiðis. Þú ert að grínast.Þetta er að uppistöðu pistill sem var fluttur í Íslandi dag á Stöð 2/NFS 24. mars 2006
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun