Lægri væntingavísitala 28. mars 2006 12:17 Mynd/Valgarður Gíslason Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði. Að sögn greiningardeildar Glitnis banka virðist ljóst að neikvæð umfjöllun um íslenskt efnahagslíf og gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni svartsýni á meðal neytenda þegar horft er til næstu mánaða. Hins vegar segir deildin það athyglisvert að mat neytenda á núverandi efnahagsaðstæðum hefur sjaldan verið hærra og endurspeglar það mikinn hagvöxt og lítið atvinnuleysi um þessar mundir. Mun fleiri neytendur telja efnahagsástandið gott en slæmt um þessar mundir. Tæp 48% neytenda telja ástandið gott samanborið við tæp 13% aðspurðra sem telja það slæmt. Að sama skapi eru atvinnumöguleikar miklir að mati 48% neytenda en litlir að mati 16% neytenda. Vaxandi svartsýni virðist gera vart við sig á meðal neytenda. Nú telja um 30% neytenda að efnahagsástandið verði verra eftir sex mánuði samanborið við tæp 13% sem telja að það verði betra. Engu að síður telja 17% þeirra að atvinnumöguleikar sínir verði þá meiri en 10% svarenda telja að möguleikar sínir verði minni. Að lokum telja 23% neytenda að tekjur sínar verði meiri eftir sex mánuði en aðeins 8,5% neytenda telja að tekjur sínar verði minni. Greiningardeildin telur að framundan séu aukin viðskipti með íbúðarhúsnæði, bifreiðar og utanlandsferðir ef marka má könnun Gallup á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda. Fyrirhuguð húsnæðiskaup neytenda hafi aukist umtalsvert og hafi vísitalan fyrir þau ekki reynst hærri frá því mælingar hófust árið 2002. Um er að ræða sérlega athyglisverða niðurstöðu í ljósi hækkandi vaxta á íbúðalánum og spádóma um kólnandi íbúðamarkað. Neytendur huga einnig að bifreiðakaupum og utanlandsferðum í auknum mæli um þessar mundir en það gæti skýrst af vilja þeirra til að kaupa slíkt áður en lægra gengi krónunnar skilar sér í verðlagið, segir í greiningardeild Glitnis. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira
Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði. Að sögn greiningardeildar Glitnis banka virðist ljóst að neikvæð umfjöllun um íslenskt efnahagslíf og gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni svartsýni á meðal neytenda þegar horft er til næstu mánaða. Hins vegar segir deildin það athyglisvert að mat neytenda á núverandi efnahagsaðstæðum hefur sjaldan verið hærra og endurspeglar það mikinn hagvöxt og lítið atvinnuleysi um þessar mundir. Mun fleiri neytendur telja efnahagsástandið gott en slæmt um þessar mundir. Tæp 48% neytenda telja ástandið gott samanborið við tæp 13% aðspurðra sem telja það slæmt. Að sama skapi eru atvinnumöguleikar miklir að mati 48% neytenda en litlir að mati 16% neytenda. Vaxandi svartsýni virðist gera vart við sig á meðal neytenda. Nú telja um 30% neytenda að efnahagsástandið verði verra eftir sex mánuði samanborið við tæp 13% sem telja að það verði betra. Engu að síður telja 17% þeirra að atvinnumöguleikar sínir verði þá meiri en 10% svarenda telja að möguleikar sínir verði minni. Að lokum telja 23% neytenda að tekjur sínar verði meiri eftir sex mánuði en aðeins 8,5% neytenda telja að tekjur sínar verði minni. Greiningardeildin telur að framundan séu aukin viðskipti með íbúðarhúsnæði, bifreiðar og utanlandsferðir ef marka má könnun Gallup á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda. Fyrirhuguð húsnæðiskaup neytenda hafi aukist umtalsvert og hafi vísitalan fyrir þau ekki reynst hærri frá því mælingar hófust árið 2002. Um er að ræða sérlega athyglisverða niðurstöðu í ljósi hækkandi vaxta á íbúðalánum og spádóma um kólnandi íbúðamarkað. Neytendur huga einnig að bifreiðakaupum og utanlandsferðum í auknum mæli um þessar mundir en það gæti skýrst af vilja þeirra til að kaupa slíkt áður en lægra gengi krónunnar skilar sér í verðlagið, segir í greiningardeild Glitnis.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira