Hollvinir skattgreiðenda – vaxtahækkun – minningargreinar 30. mars 2006 20:01 Hollvinir skattgreiðenda - minnir þetta ekki helst á gamla góða Mogens Glistrup? Var hann ekki mestur hollvinur skattgreiðenda? En svo eru það bara nokkrir SUS-arar. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt sig að vera sérstakur skattalækkanaflokkur nema síður sé (þó reyndar virðist ekki mega segja sannleikann um það) - svo kannski væri hressandi að fá smá glistrupisma til að hressa upp á skattaumræðuna. Glistrup var líka maður litla fólksins - einhvern veginn finnst manni vera skortur á slíkum stjórnmálamönnum núorðið. Allt sem er að gerast í þinginu þessi misserin ber vott um dapurlega og staðnaða pólitíska atvinnumennsku. --- --- --- Maður er með óbragð í munninum yfir vaxtahækkunum dagsins. Hvar á þetta að enda? Öllu draslinu er velt yfir á almenning í þessu landi. Bankarnir og stórfyrirtæki geta haldið áfram að taka lán á úrvalskjörum í útlöndum. Þar sem vextir eru hæstir í heiminum komast þeir ekki í hálfkvisti við það sem er á Íslandi. 11,5 prósenta stýrivextir - er það nokkuð annað en játning á að hér sé allt í rugli? Er hægt að reka hagkerfi með þessum hætti? Hver er að berja? Skyldi það vera evran? --- --- --- Jónas Kristjánsson heldur úti prýðilegri vefsíðu. Hann er sem fyrr einn snjallasti stjórmálaskríbent landsins. En maður er ekki alltaf sammála Jónasi. Um daginn var hann að hneykslast yfir minningargreinunum í Mogganum. Jónas segir að þær séu ónothæfar sem mannlýsingar. Sem er alveg örugglega rétt. Í minningargreinunum er dregin stór fjöður yfir galla hinna látnu. En það er að sumu leyti þess vegna sem þær eru merkilegar. Greinarnar væru miklu leiðinlegri ef þar væri sagður allur sannleikurinn og engar refjar. Fyrir utan að þá gegndu þær öðrum tilgangi - þjónuðu sannleikskröfu sem við höfum víst fæst gagnvart nýlátnu fólki. Minningargreinarar eru eins konar vörður sem við reisum yfir dána ættingja og vini hérna megin - fæstir eru svo lítilsvirtir að þeir fái ekki eitthvað um sig í Moggann eftir andlátið - og þær eru líka vegarnesti sem fylgir dánu fólki yfir í eilífðina. Svona og bréf til eilífðarinnar - eða sá siður að setja peninga á augnlok hinna dánu til að greiða ferjumanninum (ég veit reyndar ekki hvort þetta tíðkast nokkurs staðar nema í Hollywoodmyndum.) Svo segja minningargreinar líka oft meira um höfunda sína en þá sem er skrifað um. Að því leyti eru þær ágætar mannlýsingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Klerkaveldi, trú og stjórnmál Sigurður Árni Þórðarson Skoðun
Hollvinir skattgreiðenda - minnir þetta ekki helst á gamla góða Mogens Glistrup? Var hann ekki mestur hollvinur skattgreiðenda? En svo eru það bara nokkrir SUS-arar. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt sig að vera sérstakur skattalækkanaflokkur nema síður sé (þó reyndar virðist ekki mega segja sannleikann um það) - svo kannski væri hressandi að fá smá glistrupisma til að hressa upp á skattaumræðuna. Glistrup var líka maður litla fólksins - einhvern veginn finnst manni vera skortur á slíkum stjórnmálamönnum núorðið. Allt sem er að gerast í þinginu þessi misserin ber vott um dapurlega og staðnaða pólitíska atvinnumennsku. --- --- --- Maður er með óbragð í munninum yfir vaxtahækkunum dagsins. Hvar á þetta að enda? Öllu draslinu er velt yfir á almenning í þessu landi. Bankarnir og stórfyrirtæki geta haldið áfram að taka lán á úrvalskjörum í útlöndum. Þar sem vextir eru hæstir í heiminum komast þeir ekki í hálfkvisti við það sem er á Íslandi. 11,5 prósenta stýrivextir - er það nokkuð annað en játning á að hér sé allt í rugli? Er hægt að reka hagkerfi með þessum hætti? Hver er að berja? Skyldi það vera evran? --- --- --- Jónas Kristjánsson heldur úti prýðilegri vefsíðu. Hann er sem fyrr einn snjallasti stjórmálaskríbent landsins. En maður er ekki alltaf sammála Jónasi. Um daginn var hann að hneykslast yfir minningargreinunum í Mogganum. Jónas segir að þær séu ónothæfar sem mannlýsingar. Sem er alveg örugglega rétt. Í minningargreinunum er dregin stór fjöður yfir galla hinna látnu. En það er að sumu leyti þess vegna sem þær eru merkilegar. Greinarnar væru miklu leiðinlegri ef þar væri sagður allur sannleikurinn og engar refjar. Fyrir utan að þá gegndu þær öðrum tilgangi - þjónuðu sannleikskröfu sem við höfum víst fæst gagnvart nýlátnu fólki. Minningargreinarar eru eins konar vörður sem við reisum yfir dána ættingja og vini hérna megin - fæstir eru svo lítilsvirtir að þeir fái ekki eitthvað um sig í Moggann eftir andlátið - og þær eru líka vegarnesti sem fylgir dánu fólki yfir í eilífðina. Svona og bréf til eilífðarinnar - eða sá siður að setja peninga á augnlok hinna dánu til að greiða ferjumanninum (ég veit reyndar ekki hvort þetta tíðkast nokkurs staðar nema í Hollywoodmyndum.) Svo segja minningargreinar líka oft meira um höfunda sína en þá sem er skrifað um. Að því leyti eru þær ágætar mannlýsingar.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun