Dagsbrún tapaði 195 milljónum króna 9. maí 2006 17:01 Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar hf. Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 199 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá námu rekstrartekjur Dagsbrúnar hf. 4,88 milljörðum króna en það er aukning um 43 prósent. Tap Dagsbrúnar hf. vegna reksturs DV nam 50 milljónum króna á tímabilinu, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þá hefur rekstur Securitas og Senu verið hluti af samstæðureikningi Dagsbrúnar hf. frá 1. febrúar síðastliðnum. Fjármagnsgjöld námu 449 milljónum króna og jukust um 331 milljónir króna sem skýrist að mestu leyti af vegna gengistapi í erlendum lánum. Gengistap, að frádregnum gangvirðisbreytingum afleiðusamninga, er 210 milljónir króna. Þá segir í tilkynningunni að rekstur félagsins sé á áætlun ef undan er skilið gengistap lána vegna veikari stöðu krónunnar. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir að rekstur félagsins hafi einkennst af miklum innri og ytri vexti. Sé rekstur þess að standast áætlanir, ef undan eru skyldar gengisbreytingar vegna erlendra lána. Áhrif gengisbreytinganna séu í samræmi við markaða stefnu í áhættustýringu félagsins. Félagið keypti nokkur öflug félög á fyrstu þremur mánuðum ársins en einnig hefur það lagt áherslu á að efla þær einingar sem fyrir eru í samstæðunni. „Mikill vöxtur hefur til dæmis einkennt Og1 vildarþjónustu hjá Og Vodafone en í kringum 15 þúsund heimili hafa nú þegar skráð sig, þar af um 3.800 á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þessi aukning gefur góð fyrirheit um tekjuvöxt á komandi mánuðum. M12 vildarklúbbur Stöðvar 2 hefur einnig vaxið stöðugt enda hafa áskrifendur stöðvarinnar aldrei verið fleiri en nú," segir Gunnar Smári Egilsson. Þá hefur Dagsbrún lagt áherslu á fjárfestingartækifæri á prentmiðlamarkaði á erlendum vettvangi. Félagið hefur þegar stigið sín fyrstu skref í þá átt með því að eignast meirihluta í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group en hlutur Dagsbrúnar í Wyndeham Press Group nemur 95 prósentum. Þá hefur Dagsbrún unnið að undirbúningi að útgáfu nýs dagblaðs að fyrirmynd Fréttablaðsins, Nyhedsavisen, sem dreift verður án endurgjalds til um 500 til 700 þúsund heimila í Danmörku. Félagið hefur fengið til sín afar hæfa danska stjórnendur til þess að fylgja verkefninu úr hlaði. „Á fyrsta ársfjórðungi 2006 hefur Dagsbrún því stóreflt starfsemi sína hér á landi og byggt upp öflugt félag á sviði fjarskipta, upplýsingatækni, fjölmiðlunar og afþreyingar. Markmið Dagsbrúnar er að verða leiðandi á öllum þessum mörkuðum hérlendis. Á sama tíma hafa verið tekin örugg skref til útrásar og sjónunum beint að því að byggja upp öfluga starfsemi á sviði prentmiðla í Skandinavíu og Bretlandi," segir Gunnar Smári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 199 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá námu rekstrartekjur Dagsbrúnar hf. 4,88 milljörðum króna en það er aukning um 43 prósent. Tap Dagsbrúnar hf. vegna reksturs DV nam 50 milljónum króna á tímabilinu, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þá hefur rekstur Securitas og Senu verið hluti af samstæðureikningi Dagsbrúnar hf. frá 1. febrúar síðastliðnum. Fjármagnsgjöld námu 449 milljónum króna og jukust um 331 milljónir króna sem skýrist að mestu leyti af vegna gengistapi í erlendum lánum. Gengistap, að frádregnum gangvirðisbreytingum afleiðusamninga, er 210 milljónir króna. Þá segir í tilkynningunni að rekstur félagsins sé á áætlun ef undan er skilið gengistap lána vegna veikari stöðu krónunnar. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir að rekstur félagsins hafi einkennst af miklum innri og ytri vexti. Sé rekstur þess að standast áætlanir, ef undan eru skyldar gengisbreytingar vegna erlendra lána. Áhrif gengisbreytinganna séu í samræmi við markaða stefnu í áhættustýringu félagsins. Félagið keypti nokkur öflug félög á fyrstu þremur mánuðum ársins en einnig hefur það lagt áherslu á að efla þær einingar sem fyrir eru í samstæðunni. „Mikill vöxtur hefur til dæmis einkennt Og1 vildarþjónustu hjá Og Vodafone en í kringum 15 þúsund heimili hafa nú þegar skráð sig, þar af um 3.800 á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þessi aukning gefur góð fyrirheit um tekjuvöxt á komandi mánuðum. M12 vildarklúbbur Stöðvar 2 hefur einnig vaxið stöðugt enda hafa áskrifendur stöðvarinnar aldrei verið fleiri en nú," segir Gunnar Smári Egilsson. Þá hefur Dagsbrún lagt áherslu á fjárfestingartækifæri á prentmiðlamarkaði á erlendum vettvangi. Félagið hefur þegar stigið sín fyrstu skref í þá átt með því að eignast meirihluta í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group en hlutur Dagsbrúnar í Wyndeham Press Group nemur 95 prósentum. Þá hefur Dagsbrún unnið að undirbúningi að útgáfu nýs dagblaðs að fyrirmynd Fréttablaðsins, Nyhedsavisen, sem dreift verður án endurgjalds til um 500 til 700 þúsund heimila í Danmörku. Félagið hefur fengið til sín afar hæfa danska stjórnendur til þess að fylgja verkefninu úr hlaði. „Á fyrsta ársfjórðungi 2006 hefur Dagsbrún því stóreflt starfsemi sína hér á landi og byggt upp öflugt félag á sviði fjarskipta, upplýsingatækni, fjölmiðlunar og afþreyingar. Markmið Dagsbrúnar er að verða leiðandi á öllum þessum mörkuðum hérlendis. Á sama tíma hafa verið tekin örugg skref til útrásar og sjónunum beint að því að byggja upp öfluga starfsemi á sviði prentmiðla í Skandinavíu og Bretlandi," segir Gunnar Smári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira