Verðbólga á Írlandi 3,8 prósent 11. maí 2006 13:41 Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða og mældist 3,8 prósent á Írlandi í apríl. Hún hefur ekki verið jafn há síðastliðin þrjú ár, samkvæmt útreikningum írsku hagstofunnar. Helstu ástæður hækkunarinnar voru verðhækkanir á húsnæði og eldsneyti. Hækkunin kom hagfræðingum á óvart og kenndu stjórnarandstöðuflokkar ríkisstjórn landsins um aukna verðbólgu í landinu. Húsnæðis- og eldsneytisverð á Írlandi hefur hækkað um 13,2 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum en helstu ástæður hækkunarinnar má m.a. finna í stýrivaxtahækkun evrópska seðlabankans. Þá hafa skólagjöld og kostnaður tengdur heilsugæslu hækkað um 4,6 prósent á sama tímabili. Richard Bruton, talsmaður fjármála í írska stjórnarandstöðuflokkinum Fine Gael, sakaði ríkisstjórnina um að beita sér ekki gegn samráði fyrirtækja í fjármála- og olíugeiranum og benti hann á að hækkanirnar á Írlandi hafi verið meiri en meðaltalshækkanir á evrusvæðinu. „Ríkisstjórninni hefur mistekist að halda verði niðri. Henni hefur einnig mistekist að skapa samkeppnishæft umhverfi í þeim þáttum sem hún á að hafa eftirlit með,“ sagði hann og benti á að Írlans væri viðkvæmt gagnvart óheiðarlegum viðskiptaháttum stórfyrirtækja. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða og mældist 3,8 prósent á Írlandi í apríl. Hún hefur ekki verið jafn há síðastliðin þrjú ár, samkvæmt útreikningum írsku hagstofunnar. Helstu ástæður hækkunarinnar voru verðhækkanir á húsnæði og eldsneyti. Hækkunin kom hagfræðingum á óvart og kenndu stjórnarandstöðuflokkar ríkisstjórn landsins um aukna verðbólgu í landinu. Húsnæðis- og eldsneytisverð á Írlandi hefur hækkað um 13,2 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum en helstu ástæður hækkunarinnar má m.a. finna í stýrivaxtahækkun evrópska seðlabankans. Þá hafa skólagjöld og kostnaður tengdur heilsugæslu hækkað um 4,6 prósent á sama tímabili. Richard Bruton, talsmaður fjármála í írska stjórnarandstöðuflokkinum Fine Gael, sakaði ríkisstjórnina um að beita sér ekki gegn samráði fyrirtækja í fjármála- og olíugeiranum og benti hann á að hækkanirnar á Írlandi hafi verið meiri en meðaltalshækkanir á evrusvæðinu. „Ríkisstjórninni hefur mistekist að halda verði niðri. Henni hefur einnig mistekist að skapa samkeppnishæft umhverfi í þeim þáttum sem hún á að hafa eftirlit með,“ sagði hann og benti á að Írlans væri viðkvæmt gagnvart óheiðarlegum viðskiptaháttum stórfyrirtækja.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira