Stefnumót við leiðtoga 16. maí 2006 13:00 Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi aðalritari sovéska Kommúnistaflokksins og leiðtogi Sovétríkjanna, er væntanlegur til Íslands. Tilgangur ferðar hans er að minnast þess að í ár, nánartiltekið í október á þessu ári, eru nákvæmlega 20 ár síðan leiðtogafundur þessa sovéska leiðtoga og Ronalds heitins Reagans Bandaríkjaforseta var haldinn í Höfða. Mun Gorbatsjov flytja hátíðarfyrirlestur í Háskólabíó fimmtudaginn 12. október. Það er Einar Bárðarson tónleikahaldari sem stendur fyrir komu þessa sögufræga Nóbelsverðlaunahafa og manns 9. áratugarins að mati tímaritsins Time, sem jafnan er talinn hafa átt einn stærstan þátt í falli járntjaldsins, hnignun Kommúnismans og að kalda stríðið leið undir lok. Miðasala hófst í dag 16. maí en miðaslalan fer fram á www.concert.is, midi.is, verslunum Skífunnar og BT úti á landi. Fyrirlesturinn verður sá fyrsti í röð fyrirlestra sem Einar Bárðarson stendur fyrir undir merkjunum "Stefnumót við leiðtoga". Hann verður opinn öllum og miðasala hefst á næstu vikum. Í fyrirlestrinum mun Gorbatsjov ræða um stjórnun á 21. öldinni, frið, sögulega þýðingu og minningar sínar frá leiðtogafundinum í Höfða. Um Mikhail GorbatsjovMichail Sergeyevich Gorbatsjov fæddist árið 1931 í landbúnaðarhéraðinu Stavropol í fyrrum Sovétríkjunum. Hann nam lögfræði við Moskvu-háskóla þar sem hann kynntist eiginkonu sinni Raisu Maksimovnu Titorenko, sem hann gekk að eiga 1953 en hún féll frá árið 1999.Að loknu námi snéru þau aftur til heimahéraðs Gorbatsjovs og þar komst hann hægt og sígandi til metorða innan Kommúnistaflokksins. Árið 1970 var hann kjörinn leiðtogi Kommúnistaflokksins í Stavropol og var kjörinn á sovéska þingið. Snemma ávann hann sér það orðspor að vera útsjónarsamur embættismaður og endurskoðunarsinni. Árið 1978 var hann gerður að ráðherra, eða réttara sagt ritarar landbúnaðarmála fyrir Kommúnistaflokkinn og árið 1980 fékk hann inngöngu í innsta hring flokksins; æðsta ráðið í Kreml, Politburo, fyrir tilstuðlan Jurij Andropovs verðandi aðalritara Kommúnistaflokksins. Þegar Andropov tók við af Leonid Brezjnev óx vegur Gorbatsjovs enn frekar innan flokksins er hann var gerður að æðsta yfirmanni efnahagsmála í landinu.Við fráfall eftirmanns Andropovs Konstantins Tsjernenkos árið 1985 var Gorbatsjev gerður að aðalritara Kommúnistaflokksins án teljanlegra mótbára, og það þrátt fyrir að hann væri yngsti og reynsluminnst meðlimur Politburo. Á fyrsta ári sínu sem leiðtogi Sovétríkjanna virtist Gorbatsjov ekkert sérlega líklegur til að verða valdur að þeim gagngeru breytingum sem í uppsiglingu voru í Ausur- Evrópu. Og ekki virtist hann heldur ætla að verða nein sértök ógn við flokkinn og forystuhlutverk hans. Fremjur sýndist sem hann væri harðákveðinn að styrkja stöðu hans; koma þar á gagngerum endurbótum og gera starfshætti hans virkari.En það leyndi sér hinsvegar ekki frá fyrsta degi hans í embætti æðsta manns í Sovétríkjunum að þar var stiginn fram á sjónvarsvið alþjóðastjórnmálanna öflugur og þróttmikill leiðtogi sem ætlaði sér að verða framtakssamari en hinir öldnu forverar hans sem haft höfðu það eitt að leiðarljósi að varðveita "hinn sovéska frið" - pax Sovietica - austan járntjaldsins, hvað svo sem það kostaði og þrátt fyrir æ háværari andófsraddir óbreyttra borgara og óskir þeirra um frelsi og betri lífskjör.Fyrstu vísbendingar um að til valda væri kominn endurbótasinni gerðu vart við sig er hann tók að beita sér af mikilli hörku og elju fyrir útrýmingu hins ógurlega skriffinskubákns sem sovéska stjórnkerfið var orðið og hafði verið um langt árabil. Hann réðist gegn hvers konar misrétti innan stjórnsýslunnar og samfélagsins alls; mútum, afkastaleysi, skorti á vinnusiðferði og öðrum samfélagsmeinum eins og drykkjuskap. Aðgerðalitlir og duglausir embættismenn voru látnir víkja fyrir nýjum starfskröftum, hinum fyrstu sem ekki áttu rætur í ógnartíma Stalíns og voru upp að einhverju marki ráðnir vegna eigin verðleika og ekki einvörðungu tenglsa við flokkinn. Þannig tók Gorbatsjov skref fyrir skref að beita sér fyrir allsherjar umbótum í Sovétríkjunum. Hugmyndafræðina að baki þeim pólitísku og efnahagslegu endurbótum sem hann hugðist gera kenndi hann við orðið "perestrojku" en í samnefndu riti sem hann sendi frá sér skýrði hann hugtakið svo að það táknaði baráttu gegn stöðnun, endalok dragbíta og þrúgandi stjórnmálaviðja. Þjóðfélagslegar umbætur sem Gorbatsjev hrinti jafnframt í framkvæmd kenndi hann við einkunnarorðið "glasnost" sem þýðir gagnsæi eða opinberun, en með þeim vildi hann einmitt stuðla að opnari umræðu um þjóðfélagsmál og auknu persónufrelsi.Í kjölfar kjarnorkuslysið skelfilega í Chernobyl árið 1986 sá Gorbatsjev sig tilneyddan að leyfa enn frekara tjáningarfrelsi í landinu. Pólitískir fangar voru leystir ára- og jafnvel áratugalangri ánauð, frekari búferlaflutningar voru heimilaðir og hvatt var í fyrsta sinn frá stofnum Sovétríkjanna til gagnrýnin endurskoðunar á sögu þeirra.Á þessum árum, 1985 til 1988, varð mikil þýða í samskiptum milli stórveldanna og þeir Gorbatsjov og Reagan funduðu reglulega - m.a. á leiðtogafundi þeirra í Reykjavík 1986. Leiddi þær viðræður þess að þeir undirrituðu gagnkvæmt afvopnunarsamkomulag árið 1987, INF- sáttmálann, sem kvað á um útrýmingu langdrægra kjarnorkuvopna í nokkrum þrepum.Árið 1989 batt Gorbatsjov síðan enda á hernám Sovétmanna í Afganistan og fyrirskipað afnám einokunar Kommúnistaflokka í stjórnmálastarfi í ríkjum Austur-Evrópu. Framlag hans og aðgerðir leiddu til stórminnkandi spennu í samskiptum milli austurs og vesturs og fyrir það hlaut hann friðarverðlaun Nóbels árið 1990.En á meðan "glasnost" hugmyndafræði bar ótvíræðan árangur þá var er ekki sömu sögu að segja af "perestrojkunni", hinum efnahagslegu umbótaráformum, sem virtust ekki ætla að vinna bót á hríðversnandi efnahagsástandinu í Sovétríkjunum, einfaldlega vegna þess að "perestrojkan" setti efnahagskerfið í hinum víðfeðmu Sovétríkjum algerlega úr skorðum án þess nýtt skipulag kæmi í stað þess. Um leið jókst spennan stöðugt í löndunum suður á Balkanskaganum eftir að sovéski Kommúnistaflokkurinn hafði sleppt hinu pólitíska og þjóðfélagslega kverkataki sem hann hafði haft á ríkjum Austur-Evrópu.Gorbatsjov var kjörinn forseti árið 1989 eftir að alveldi Kommúnistaflokksins gamla yfir stjórnsýlsunni var afmunið. En Sovétríkin voru þá tekin að liðast í sundur og fátt sem Gorbatsjov gat gert til að snúa við þeirri þróun. Þar stóð hann milli steins og sleggju; milli gömlu harðlínumannanna úr Kommúnistaflokknum sem vildu bjarga hinu sovéska stórveldi og hinna stöðugt voldugri sovétlýðvelda sem tekin voru myndast við upplausnina. Rússneska sovétlýðveldið lýsti yfir sjálfstæði Rússlands skömmu eftir að Boris Jeltsín var kjörinn forseti þess árið 1990. Uppreisn var óumflýjanleg og hún átti sér stað í ágúst 1991 þegar harðlínumenn, andsnúnir Gorbatsjov, reyndu að hrifsa til sín völdin en án árangurs. En þótt uppreisnin hafi misheppnast hafði hún í för með sér sviptingar í valdataflinu mikla, sem urðu til þess að Rússneska sovétlýðveldið og Jeltsín forseti fengu öll tromp í hendur. Við þær sviptingar leysti Gorbatsjov Kommúnistaflokkinn upp, veitti baltnesku löndunum sjálfstæði og gerði lokatilraunina til að halda þeim ríkjum sem eftir voru í Sovétinu með því að leggja til að stofnað yrði efnahagsbandalag þeirra á milli. Með stofnun Samveldis hinna sjálfstæðu ríkja (Commonwealth of Independent States - CIS) 8.desember 1991 heyrðu Sovétríkin formlega sögunni til og 25. desember sagði Gorbatsjov af sér forsetaembættinu.Síðan 1992 hefur Gorbatsjov verið í forsvari fyrir alþjóðlegar stofnanir og samtök, ritað allnokkrar bækur, þ.á.m. On My Country and the World (útg. 1999) og beðið lægri hlut í forsetakosningunum í Rússlandi, árið 1996. Leiðtogafundurinn í HöfðaÞað er mat margra að leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs í Höfða í október 1986 sé einhver merkilegasti leiðtogafundur tuttugustu aldarinnar, enda hafi þar verið lagður grunnur að stórbættum samskiptum milli austurs og vesturs og því afvopnunarsamkomulagi sem leiðtogarnir gerðu með sér ári síðar. Með öðrum orðum þá hafi grunnurinn að endalokum kalda stríðsins verið lagður í Höfða. Um slíkt mikilvægi leiðtogafundarins í Reykjavík verður sjálfsagt lengi skrafað og deilt en hitt er víst að þar þokaðist mjög í rétta átt.Ekki liggur ljóst fyrir hvor hafi átt hugmyndina að fundarstaðnum Reykjavík, Reagan eða Gorbatsjov, því báðir vildu þeir eigna sér heiðurinn af þeirri fyrirtaks hugmynd. Svo mikið er víst að Sovétmenn voru fyrri til að setja sig í samband við ríkisstjórn Íslands og ku Bandaríkjamönnum hafa sárnað sú ráðagerð því búið hefði verið að komast að samkomulagi um að það skyldi gert sameiginlega.Jón Hákon Magnússon, sem var yfirmaður alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðvarinnar á leiðtogafundinum, segir frá því í Morgunblaðsgrein frá 6. júlí 2004 að Maureen Reagan, dóttir forsetans, sem sótti Ísland heim sem fulltrúi föður síns á 10 ára afmæli fundarins, hefði sagt sér að pabbi hennar hefði fullyrt að hann hefði stungið upp á Reykjavík. "Hún sagði líka að Reagan hafi ætíð talið að Höfðafundurinn hefði verið einn af þremur stærstu sigrum hans í pólitíkinni og hann myndi lifa í mannkynssögunni."Gorbatsjov og Reagan varð að sögn vel til vina í kjölfar Höfðafundarins og getur Jón Hákon í grein sinni hversu merkilegt það hafi verið að sjá Gorbatsjov ganga að kistu Reagans þar sem hún lá á viðhafnarbörum í Washington, leggja hægri hönd á kistu vinar síns og drjúpa höfði."Við þurfum að sjá til þess að heimsbyggðin gleymi ekki sögulegu mikilvægi leiðtogafundarins," segir Jón Hákon. "Við eigum Reagan og Gorbatsjov mikið að þakka að halda þennan örlagaríka fund sem er stærsti viðburður Íslandssögunnar. Eftir 2 ár verður 20 ára afmæli fundarins . Rétt væri að gera styttu af þeim og bjóða Gorbatsjov afhjúpa hana við Höfða í október 2006. Það yrði veglegt innlegg í sögu fundarins, sem setti Ísland á heimskortið."Og nú verður Jóni Hákoni og væntanlega fjölmörgum öðrum landsmönnum að ósk sinni er einn mikilvirtasti stjórnmálaleiðtogasti 20. aldarinnar sækir Ísland heim í annað sinnið, einmitt á 20 ára afmæli Höfðafundarins.Sjá nánar: Memoirs (1996); A. Brown, The Gorbachev Factor (1996); S. Kotkin, Armageddon Averted: The Soviet Collapse, 1970-2000 (2001). Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Sjá meira
Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi aðalritari sovéska Kommúnistaflokksins og leiðtogi Sovétríkjanna, er væntanlegur til Íslands. Tilgangur ferðar hans er að minnast þess að í ár, nánartiltekið í október á þessu ári, eru nákvæmlega 20 ár síðan leiðtogafundur þessa sovéska leiðtoga og Ronalds heitins Reagans Bandaríkjaforseta var haldinn í Höfða. Mun Gorbatsjov flytja hátíðarfyrirlestur í Háskólabíó fimmtudaginn 12. október. Það er Einar Bárðarson tónleikahaldari sem stendur fyrir komu þessa sögufræga Nóbelsverðlaunahafa og manns 9. áratugarins að mati tímaritsins Time, sem jafnan er talinn hafa átt einn stærstan þátt í falli járntjaldsins, hnignun Kommúnismans og að kalda stríðið leið undir lok. Miðasala hófst í dag 16. maí en miðaslalan fer fram á www.concert.is, midi.is, verslunum Skífunnar og BT úti á landi. Fyrirlesturinn verður sá fyrsti í röð fyrirlestra sem Einar Bárðarson stendur fyrir undir merkjunum "Stefnumót við leiðtoga". Hann verður opinn öllum og miðasala hefst á næstu vikum. Í fyrirlestrinum mun Gorbatsjov ræða um stjórnun á 21. öldinni, frið, sögulega þýðingu og minningar sínar frá leiðtogafundinum í Höfða. Um Mikhail GorbatsjovMichail Sergeyevich Gorbatsjov fæddist árið 1931 í landbúnaðarhéraðinu Stavropol í fyrrum Sovétríkjunum. Hann nam lögfræði við Moskvu-háskóla þar sem hann kynntist eiginkonu sinni Raisu Maksimovnu Titorenko, sem hann gekk að eiga 1953 en hún féll frá árið 1999.Að loknu námi snéru þau aftur til heimahéraðs Gorbatsjovs og þar komst hann hægt og sígandi til metorða innan Kommúnistaflokksins. Árið 1970 var hann kjörinn leiðtogi Kommúnistaflokksins í Stavropol og var kjörinn á sovéska þingið. Snemma ávann hann sér það orðspor að vera útsjónarsamur embættismaður og endurskoðunarsinni. Árið 1978 var hann gerður að ráðherra, eða réttara sagt ritarar landbúnaðarmála fyrir Kommúnistaflokkinn og árið 1980 fékk hann inngöngu í innsta hring flokksins; æðsta ráðið í Kreml, Politburo, fyrir tilstuðlan Jurij Andropovs verðandi aðalritara Kommúnistaflokksins. Þegar Andropov tók við af Leonid Brezjnev óx vegur Gorbatsjovs enn frekar innan flokksins er hann var gerður að æðsta yfirmanni efnahagsmála í landinu.Við fráfall eftirmanns Andropovs Konstantins Tsjernenkos árið 1985 var Gorbatsjev gerður að aðalritara Kommúnistaflokksins án teljanlegra mótbára, og það þrátt fyrir að hann væri yngsti og reynsluminnst meðlimur Politburo. Á fyrsta ári sínu sem leiðtogi Sovétríkjanna virtist Gorbatsjov ekkert sérlega líklegur til að verða valdur að þeim gagngeru breytingum sem í uppsiglingu voru í Ausur- Evrópu. Og ekki virtist hann heldur ætla að verða nein sértök ógn við flokkinn og forystuhlutverk hans. Fremjur sýndist sem hann væri harðákveðinn að styrkja stöðu hans; koma þar á gagngerum endurbótum og gera starfshætti hans virkari.En það leyndi sér hinsvegar ekki frá fyrsta degi hans í embætti æðsta manns í Sovétríkjunum að þar var stiginn fram á sjónvarsvið alþjóðastjórnmálanna öflugur og þróttmikill leiðtogi sem ætlaði sér að verða framtakssamari en hinir öldnu forverar hans sem haft höfðu það eitt að leiðarljósi að varðveita "hinn sovéska frið" - pax Sovietica - austan járntjaldsins, hvað svo sem það kostaði og þrátt fyrir æ háværari andófsraddir óbreyttra borgara og óskir þeirra um frelsi og betri lífskjör.Fyrstu vísbendingar um að til valda væri kominn endurbótasinni gerðu vart við sig er hann tók að beita sér af mikilli hörku og elju fyrir útrýmingu hins ógurlega skriffinskubákns sem sovéska stjórnkerfið var orðið og hafði verið um langt árabil. Hann réðist gegn hvers konar misrétti innan stjórnsýslunnar og samfélagsins alls; mútum, afkastaleysi, skorti á vinnusiðferði og öðrum samfélagsmeinum eins og drykkjuskap. Aðgerðalitlir og duglausir embættismenn voru látnir víkja fyrir nýjum starfskröftum, hinum fyrstu sem ekki áttu rætur í ógnartíma Stalíns og voru upp að einhverju marki ráðnir vegna eigin verðleika og ekki einvörðungu tenglsa við flokkinn. Þannig tók Gorbatsjov skref fyrir skref að beita sér fyrir allsherjar umbótum í Sovétríkjunum. Hugmyndafræðina að baki þeim pólitísku og efnahagslegu endurbótum sem hann hugðist gera kenndi hann við orðið "perestrojku" en í samnefndu riti sem hann sendi frá sér skýrði hann hugtakið svo að það táknaði baráttu gegn stöðnun, endalok dragbíta og þrúgandi stjórnmálaviðja. Þjóðfélagslegar umbætur sem Gorbatsjev hrinti jafnframt í framkvæmd kenndi hann við einkunnarorðið "glasnost" sem þýðir gagnsæi eða opinberun, en með þeim vildi hann einmitt stuðla að opnari umræðu um þjóðfélagsmál og auknu persónufrelsi.Í kjölfar kjarnorkuslysið skelfilega í Chernobyl árið 1986 sá Gorbatsjev sig tilneyddan að leyfa enn frekara tjáningarfrelsi í landinu. Pólitískir fangar voru leystir ára- og jafnvel áratugalangri ánauð, frekari búferlaflutningar voru heimilaðir og hvatt var í fyrsta sinn frá stofnum Sovétríkjanna til gagnrýnin endurskoðunar á sögu þeirra.Á þessum árum, 1985 til 1988, varð mikil þýða í samskiptum milli stórveldanna og þeir Gorbatsjov og Reagan funduðu reglulega - m.a. á leiðtogafundi þeirra í Reykjavík 1986. Leiddi þær viðræður þess að þeir undirrituðu gagnkvæmt afvopnunarsamkomulag árið 1987, INF- sáttmálann, sem kvað á um útrýmingu langdrægra kjarnorkuvopna í nokkrum þrepum.Árið 1989 batt Gorbatsjov síðan enda á hernám Sovétmanna í Afganistan og fyrirskipað afnám einokunar Kommúnistaflokka í stjórnmálastarfi í ríkjum Austur-Evrópu. Framlag hans og aðgerðir leiddu til stórminnkandi spennu í samskiptum milli austurs og vesturs og fyrir það hlaut hann friðarverðlaun Nóbels árið 1990.En á meðan "glasnost" hugmyndafræði bar ótvíræðan árangur þá var er ekki sömu sögu að segja af "perestrojkunni", hinum efnahagslegu umbótaráformum, sem virtust ekki ætla að vinna bót á hríðversnandi efnahagsástandinu í Sovétríkjunum, einfaldlega vegna þess að "perestrojkan" setti efnahagskerfið í hinum víðfeðmu Sovétríkjum algerlega úr skorðum án þess nýtt skipulag kæmi í stað þess. Um leið jókst spennan stöðugt í löndunum suður á Balkanskaganum eftir að sovéski Kommúnistaflokkurinn hafði sleppt hinu pólitíska og þjóðfélagslega kverkataki sem hann hafði haft á ríkjum Austur-Evrópu.Gorbatsjov var kjörinn forseti árið 1989 eftir að alveldi Kommúnistaflokksins gamla yfir stjórnsýlsunni var afmunið. En Sovétríkin voru þá tekin að liðast í sundur og fátt sem Gorbatsjov gat gert til að snúa við þeirri þróun. Þar stóð hann milli steins og sleggju; milli gömlu harðlínumannanna úr Kommúnistaflokknum sem vildu bjarga hinu sovéska stórveldi og hinna stöðugt voldugri sovétlýðvelda sem tekin voru myndast við upplausnina. Rússneska sovétlýðveldið lýsti yfir sjálfstæði Rússlands skömmu eftir að Boris Jeltsín var kjörinn forseti þess árið 1990. Uppreisn var óumflýjanleg og hún átti sér stað í ágúst 1991 þegar harðlínumenn, andsnúnir Gorbatsjov, reyndu að hrifsa til sín völdin en án árangurs. En þótt uppreisnin hafi misheppnast hafði hún í för með sér sviptingar í valdataflinu mikla, sem urðu til þess að Rússneska sovétlýðveldið og Jeltsín forseti fengu öll tromp í hendur. Við þær sviptingar leysti Gorbatsjov Kommúnistaflokkinn upp, veitti baltnesku löndunum sjálfstæði og gerði lokatilraunina til að halda þeim ríkjum sem eftir voru í Sovétinu með því að leggja til að stofnað yrði efnahagsbandalag þeirra á milli. Með stofnun Samveldis hinna sjálfstæðu ríkja (Commonwealth of Independent States - CIS) 8.desember 1991 heyrðu Sovétríkin formlega sögunni til og 25. desember sagði Gorbatsjov af sér forsetaembættinu.Síðan 1992 hefur Gorbatsjov verið í forsvari fyrir alþjóðlegar stofnanir og samtök, ritað allnokkrar bækur, þ.á.m. On My Country and the World (útg. 1999) og beðið lægri hlut í forsetakosningunum í Rússlandi, árið 1996. Leiðtogafundurinn í HöfðaÞað er mat margra að leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs í Höfða í október 1986 sé einhver merkilegasti leiðtogafundur tuttugustu aldarinnar, enda hafi þar verið lagður grunnur að stórbættum samskiptum milli austurs og vesturs og því afvopnunarsamkomulagi sem leiðtogarnir gerðu með sér ári síðar. Með öðrum orðum þá hafi grunnurinn að endalokum kalda stríðsins verið lagður í Höfða. Um slíkt mikilvægi leiðtogafundarins í Reykjavík verður sjálfsagt lengi skrafað og deilt en hitt er víst að þar þokaðist mjög í rétta átt.Ekki liggur ljóst fyrir hvor hafi átt hugmyndina að fundarstaðnum Reykjavík, Reagan eða Gorbatsjov, því báðir vildu þeir eigna sér heiðurinn af þeirri fyrirtaks hugmynd. Svo mikið er víst að Sovétmenn voru fyrri til að setja sig í samband við ríkisstjórn Íslands og ku Bandaríkjamönnum hafa sárnað sú ráðagerð því búið hefði verið að komast að samkomulagi um að það skyldi gert sameiginlega.Jón Hákon Magnússon, sem var yfirmaður alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðvarinnar á leiðtogafundinum, segir frá því í Morgunblaðsgrein frá 6. júlí 2004 að Maureen Reagan, dóttir forsetans, sem sótti Ísland heim sem fulltrúi föður síns á 10 ára afmæli fundarins, hefði sagt sér að pabbi hennar hefði fullyrt að hann hefði stungið upp á Reykjavík. "Hún sagði líka að Reagan hafi ætíð talið að Höfðafundurinn hefði verið einn af þremur stærstu sigrum hans í pólitíkinni og hann myndi lifa í mannkynssögunni."Gorbatsjov og Reagan varð að sögn vel til vina í kjölfar Höfðafundarins og getur Jón Hákon í grein sinni hversu merkilegt það hafi verið að sjá Gorbatsjov ganga að kistu Reagans þar sem hún lá á viðhafnarbörum í Washington, leggja hægri hönd á kistu vinar síns og drjúpa höfði."Við þurfum að sjá til þess að heimsbyggðin gleymi ekki sögulegu mikilvægi leiðtogafundarins," segir Jón Hákon. "Við eigum Reagan og Gorbatsjov mikið að þakka að halda þennan örlagaríka fund sem er stærsti viðburður Íslandssögunnar. Eftir 2 ár verður 20 ára afmæli fundarins . Rétt væri að gera styttu af þeim og bjóða Gorbatsjov afhjúpa hana við Höfða í október 2006. Það yrði veglegt innlegg í sögu fundarins, sem setti Ísland á heimskortið."Og nú verður Jóni Hákoni og væntanlega fjölmörgum öðrum landsmönnum að ósk sinni er einn mikilvirtasti stjórnmálaleiðtogasti 20. aldarinnar sækir Ísland heim í annað sinnið, einmitt á 20 ára afmæli Höfðafundarins.Sjá nánar: Memoirs (1996); A. Brown, The Gorbachev Factor (1996); S. Kotkin, Armageddon Averted: The Soviet Collapse, 1970-2000 (2001).
Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Sjá meira