Á elleftu stundu 19. maí 2006 17:47 Það er ekki alveg málið að mæta í bíó í Cannes á slaginu. Biðraðirnar á pressusýningarnar eru klikkaðar og gamla frumskógarlögmálið fyrstir koma, fyrstir fá er í fullu gildi og skyldi engan undra þegar um 5000 manns vaða hér uppi með blaðamannapassa um hálsinn. Þegar salurinn er fullur (og ég er að tala um RISASTÓRA sali) þá er hann fullur og gaurarnir í bláu jökkunum eru með öllu ósvegjanlegir. Ég mætti klukkan 22 í gærkvöld í Palais til að sjá Fast Food Nation en var vísað frá og er mátulega óhress með það enda á ég fund með leikstjóranumRichard Linklater og leikaranum Ethan Hawke. Sé ekki fram á að ná aukasýningu fyrir þann tíma og þá er ekkert annað að gera en lesa sér til og blöffa. Kvöldsýningarnar í Palais eru líka sérstaklega varasamar og það borgar sig að hafa tíman fyrir sér vegna þess að það er grínlaust að brjóta sér leið í gegnum prúðbúna mannmergðina fyrir utan höllina. Svakalega er þetta fallegt og vel tilhaft fólk sem mætir á rauða dregilinn. Klikkaði ekki á grundvallaratriðunum í morgun og var vaknaður klukkan sex að íslenskum tíma og mættur á sýninguna á Volver eftir Almodovar um klukkan 6.30. Komst auðveldlega inn sem er eins gott þar sem við Pedro ætlum að ræða saman í garði Hotel Resideal á sunnudaginn. Hann er maður sem ég vil ekki reyna að blekkja. Myndin var fín og það má segja að kallinn hverfi aftur til upprunans í sallafínni kvennasögu sem er bæði lúmskt fyndin, dramatísk og áhugaverð. Þá hef ég sjaldan séð Penelope Cruz jafn góða. Hún hefur allltaf farið í taugarnar á mér blessunin en með frábærum leik í Volver rennir hún styrkum stoðum undir þá kenningu mína að það að slíta samvistum við Tom Cruise sé ávísun á leiksigra og meiri velgengni. Sjáiði bara Nicole Kidman. Gott fyrir Katie Holmes að eiga þennan ás uppi í erminni. Cannes Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Það er ekki alveg málið að mæta í bíó í Cannes á slaginu. Biðraðirnar á pressusýningarnar eru klikkaðar og gamla frumskógarlögmálið fyrstir koma, fyrstir fá er í fullu gildi og skyldi engan undra þegar um 5000 manns vaða hér uppi með blaðamannapassa um hálsinn. Þegar salurinn er fullur (og ég er að tala um RISASTÓRA sali) þá er hann fullur og gaurarnir í bláu jökkunum eru með öllu ósvegjanlegir. Ég mætti klukkan 22 í gærkvöld í Palais til að sjá Fast Food Nation en var vísað frá og er mátulega óhress með það enda á ég fund með leikstjóranumRichard Linklater og leikaranum Ethan Hawke. Sé ekki fram á að ná aukasýningu fyrir þann tíma og þá er ekkert annað að gera en lesa sér til og blöffa. Kvöldsýningarnar í Palais eru líka sérstaklega varasamar og það borgar sig að hafa tíman fyrir sér vegna þess að það er grínlaust að brjóta sér leið í gegnum prúðbúna mannmergðina fyrir utan höllina. Svakalega er þetta fallegt og vel tilhaft fólk sem mætir á rauða dregilinn. Klikkaði ekki á grundvallaratriðunum í morgun og var vaknaður klukkan sex að íslenskum tíma og mættur á sýninguna á Volver eftir Almodovar um klukkan 6.30. Komst auðveldlega inn sem er eins gott þar sem við Pedro ætlum að ræða saman í garði Hotel Resideal á sunnudaginn. Hann er maður sem ég vil ekki reyna að blekkja. Myndin var fín og það má segja að kallinn hverfi aftur til upprunans í sallafínni kvennasögu sem er bæði lúmskt fyndin, dramatísk og áhugaverð. Þá hef ég sjaldan séð Penelope Cruz jafn góða. Hún hefur allltaf farið í taugarnar á mér blessunin en með frábærum leik í Volver rennir hún styrkum stoðum undir þá kenningu mína að það að slíta samvistum við Tom Cruise sé ávísun á leiksigra og meiri velgengni. Sjáiði bara Nicole Kidman. Gott fyrir Katie Holmes að eiga þennan ás uppi í erminni.
Cannes Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira