Lífið

Íslensk tónlist í dreifingu í Kanada

Dimma ehf. hefur samið um dreifingu á íslenskri tónlist útgáfunnar í Kanada. Samningurinn er við dreifingarfyrirtækið PHD Canada distributing, sem er staðsett í Vancouver og með söludeildir í Quebec og Montreal, en fyrirtækið hefur undanfarin 10 ár vaxið hröðum skrefum og m.a. sérhæft sig í innflutningi tónlistar frá Evrópu.



Það er fyrst og fremst djass og þjóðlagatónlist frá Dimmu sem fyrirtækið tekur að sér að dreifa og selja, þ.á.m. Leiðin heim, verðlaunaplata Sigurðar Flosasonar frá síðasta ári, þjóðlagaplatan Sagnadans með Önnu Pálínu & Draupner og Draumaland þeirra Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunnarssonar.

 

Þá hefur djassplata Kristjönu Stefánsdóttur og Agnars Más Magnússonar, Ég um þig, sem út kom á síðasta ári hlotið góða dóma í vefútgáfu tímaritsins All About Jazz, þar sem segir m.a. að um verðlaunauppskrift sé að ræða og lögin, afhjúpuð sínum rokkklæðum hljómi betur í einfaldleika djasspíanó tríósins.

http://www.allaboutjazz.com/php/article.php?id=21690






Fleiri fréttir

Sjá meira


×