Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki 24. maí 2006 13:06 Glitnir banki hf. hefur skrifað undir samning við Invik & Co. AB, sem er skráð í sænsku kauphöllinni, um kaup á öllum hlutum í sænska verðbréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB („Fischer Partners“). Kaupverð er 3,7 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu Glitnis banka til Kauphallar Íslands segir að með kaupunum nái bankinn fótfestu á norrænum verðbréfamarkaði og styrki stöðu sína bæði í Noregi og á Norðurlöndunum. Fischer Partners var með 4,4% markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum utan Íslands, á fyrsta ársfjórðungi 2006, sem gerir það að sjötta stærsta verðbréfafyrirtæki Norðurlanda. Haft er eftir Bjarna Ármannssyni að Glitnir Securities í Noregi og Fischer Partners í Svíþjóð verði öflugir samherjar á norrænum verðbréfamarkaði. Kaupin styrki stöðu Glitnis í Noregi og renni stoðum undir frekari vöxt í Skandinavíu. Helstu viðskiptavinir Fischer Partners eru fagfjárfestar og fjársterkir einstaklingar sem gera miklar kröfur um sveigjanleika, þjónustu og skjótan aðgang að markaði, að sögn Anders Fellmann, forstjóri Invik og stjórnarformanns Fischer Partners. Þá er haft eftir Frank O. Reite, framkvæmdastjóra Glitnis í Noregi, að Glitnir áformi að efla og þróa kjarnastarfsemi Fischer Partners og sé það í takt við þann hátt sem Glitnir hefur haft við yfirtökur í Noregi. Samanlögð markaðshlutdeild Fischer Partners og Glitnir Securities á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 5,7 prósent í Noregi. Fischer Partners er aðili að kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og Ósló auk Riga, Tallin, Vilníus, Varsjá og Eurex. Hagnaður fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam 12,6 milljón sænskra króna, jafnvirði 126,6 milljónum íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta í fyrra nam 37,9 milljónum sænskra króna, tæpum 381 milljón íslenskra króna. Fischer Partners hefur aðsetur í Stokkhólmi og hjá fyrirtækinu starfa 75 starfsmenn. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Glitnir banki hf. hefur skrifað undir samning við Invik & Co. AB, sem er skráð í sænsku kauphöllinni, um kaup á öllum hlutum í sænska verðbréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB („Fischer Partners“). Kaupverð er 3,7 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu Glitnis banka til Kauphallar Íslands segir að með kaupunum nái bankinn fótfestu á norrænum verðbréfamarkaði og styrki stöðu sína bæði í Noregi og á Norðurlöndunum. Fischer Partners var með 4,4% markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum utan Íslands, á fyrsta ársfjórðungi 2006, sem gerir það að sjötta stærsta verðbréfafyrirtæki Norðurlanda. Haft er eftir Bjarna Ármannssyni að Glitnir Securities í Noregi og Fischer Partners í Svíþjóð verði öflugir samherjar á norrænum verðbréfamarkaði. Kaupin styrki stöðu Glitnis í Noregi og renni stoðum undir frekari vöxt í Skandinavíu. Helstu viðskiptavinir Fischer Partners eru fagfjárfestar og fjársterkir einstaklingar sem gera miklar kröfur um sveigjanleika, þjónustu og skjótan aðgang að markaði, að sögn Anders Fellmann, forstjóri Invik og stjórnarformanns Fischer Partners. Þá er haft eftir Frank O. Reite, framkvæmdastjóra Glitnis í Noregi, að Glitnir áformi að efla og þróa kjarnastarfsemi Fischer Partners og sé það í takt við þann hátt sem Glitnir hefur haft við yfirtökur í Noregi. Samanlögð markaðshlutdeild Fischer Partners og Glitnir Securities á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 5,7 prósent í Noregi. Fischer Partners er aðili að kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og Ósló auk Riga, Tallin, Vilníus, Varsjá og Eurex. Hagnaður fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam 12,6 milljón sænskra króna, jafnvirði 126,6 milljónum íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta í fyrra nam 37,9 milljónum sænskra króna, tæpum 381 milljón íslenskra króna. Fischer Partners hefur aðsetur í Stokkhólmi og hjá fyrirtækinu starfa 75 starfsmenn.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira