Olíuverð lækkaði í dag 24. maí 2006 16:09 Mynd/AFP Verð á olíu lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birti gögn þess efnis að olíubirgðir landsins hefðu aukist. Þetta er þvert á það sem áður var talið. Verð á olíu, sem afhent verður í júlí, lækkaði um 81 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og endaði í 70,95 dölum á fatið. Olía, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði hins vegar um rúm 4 sent. Þá lækkaði verð á Norðursjávarolíu um 1 dal og endaði í 70 dölum á fatið á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Orkumálaráðuneytið birtir upplýsingar um olíubirgðir landsins vikulega. Í þeim kemur fram að hráolíubirgðir landsins hafi dregist saman um 3 milljónir tunna í síðustu viku en þær nema nú 343,9 milljónum tunna. Þetta er þremur prósentum minna en á sama tíma á síðasta ári. Þá dróst olíuinnflutningur til Bandaríkjanna saman um 800.000 tunnur á dag. Þá jukust eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum um 2,1 milljón tunnu. Heildarbirgðir eldsneytis nema nú 208,5 milljónum tunna og er það rétt um þremur prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Þá jukust sömuleiðis birgðir af dísel- og húshitunarolíu um 2,5 milljónir tunna og nema heildarbirgðirnar 117,1 milljón tunna í Bandaríkjunum. Þetta er 8 prósentum meira magn en á sama tíma í fyrra. Eftirspurn eftir olíu það sem af er þessu ári nam 9,24 milljónum tunna á dag í Bandaríkjunum og er það svipuð eftirspurn og í fyrra. Má af því ætla að verðhækkanir á olíu hafi orðið til þess að neytendur haldi að sér höndum við eldsneytiskaup vestra. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verð á olíu lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birti gögn þess efnis að olíubirgðir landsins hefðu aukist. Þetta er þvert á það sem áður var talið. Verð á olíu, sem afhent verður í júlí, lækkaði um 81 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og endaði í 70,95 dölum á fatið. Olía, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði hins vegar um rúm 4 sent. Þá lækkaði verð á Norðursjávarolíu um 1 dal og endaði í 70 dölum á fatið á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Orkumálaráðuneytið birtir upplýsingar um olíubirgðir landsins vikulega. Í þeim kemur fram að hráolíubirgðir landsins hafi dregist saman um 3 milljónir tunna í síðustu viku en þær nema nú 343,9 milljónum tunna. Þetta er þremur prósentum minna en á sama tíma á síðasta ári. Þá dróst olíuinnflutningur til Bandaríkjanna saman um 800.000 tunnur á dag. Þá jukust eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum um 2,1 milljón tunnu. Heildarbirgðir eldsneytis nema nú 208,5 milljónum tunna og er það rétt um þremur prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Þá jukust sömuleiðis birgðir af dísel- og húshitunarolíu um 2,5 milljónir tunna og nema heildarbirgðirnar 117,1 milljón tunna í Bandaríkjunum. Þetta er 8 prósentum meira magn en á sama tíma í fyrra. Eftirspurn eftir olíu það sem af er þessu ári nam 9,24 milljónum tunna á dag í Bandaríkjunum og er það svipuð eftirspurn og í fyrra. Má af því ætla að verðhækkanir á olíu hafi orðið til þess að neytendur haldi að sér höndum við eldsneytiskaup vestra.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira