Bjargvætturinn í Grasinu, kominn á kreik á nýjan leik
Þorgrímur Sólon Þorgrímsson, 15 ára Nesbúi hefur nú annað starfsár sitt við Garðsláttuþjónustu á Seltjarnarnesi. Hann hjólar um nesið með sláttuvél og orf í eftirdragi og býður garðslátt gegn vægri greiðslu.
Viðskiptin á síðasta ári gengu vel, en fjölmargir pöntuðu garðslátt í áskrift. Margir kölluðu líka á hann þegar hann hjólaði framhjá, en betra er að kalla hátt, því oft er hann með háværa tónlist í eyrunum.
Þorgrímur hefur hannað heimasíðu, www.internet.is/gardslattur/ þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar, en einnig er hægt að senda honum tölvupóst á thorgrimsson11@hotmail.com eða í síma 699 88 61 / 561 58 48.