Styður samruna evrópskra kauphalla 9. júní 2006 11:08 Mynd/AFP Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, er fylgjandi samruna kauphalla í Evrópu og styðjur tilraun þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, til að sameinast samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext. Í byrjun mánaðarins var greint frá því að búið væri að samþykkja samruna kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og Euronext. Með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Samrunaviðræður kauphalla hafa víðar átt sér stað, meðal annars á milli Nasdaq-verðbréfamarkaðarins og kauphallarinnar í Lundúnum (LSE) og hefur Nasdaq keypt um fjórðung hlutafjár í LSE. Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er samruni kauphalla viðbrögð við aukinni samkeppni auk þess sem rafræn viðskipti hafa aukist mikið og er búist við að kostnaður í verðbréfaviðskiptum muni minnka við samrunann. BBC hefur eftir Trichet að hann myndi fremur vilja sjá samruna kauphalla Evrópu en samruna Euronext við NYSE. Þá mun stjórn þýsku kauphallarinnar, sem lýsti yfir vilja til þess að sameinast Euronext, enn hafa í bígerð að kaupa Euronext og sameinast henni þrátt fyrir að búið sé að tilkynna um samruna Euronext og NYSE. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, er fylgjandi samruna kauphalla í Evrópu og styðjur tilraun þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, til að sameinast samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext. Í byrjun mánaðarins var greint frá því að búið væri að samþykkja samruna kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og Euronext. Með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Samrunaviðræður kauphalla hafa víðar átt sér stað, meðal annars á milli Nasdaq-verðbréfamarkaðarins og kauphallarinnar í Lundúnum (LSE) og hefur Nasdaq keypt um fjórðung hlutafjár í LSE. Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er samruni kauphalla viðbrögð við aukinni samkeppni auk þess sem rafræn viðskipti hafa aukist mikið og er búist við að kostnaður í verðbréfaviðskiptum muni minnka við samrunann. BBC hefur eftir Trichet að hann myndi fremur vilja sjá samruna kauphalla Evrópu en samruna Euronext við NYSE. Þá mun stjórn þýsku kauphallarinnar, sem lýsti yfir vilja til þess að sameinast Euronext, enn hafa í bígerð að kaupa Euronext og sameinast henni þrátt fyrir að búið sé að tilkynna um samruna Euronext og NYSE.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira