Bandaríska lyfjafyrirtækið Merck komst í í gær í stöðu til að spilla fyrir yfirtökuáformum þýska samkeppnisaðilans Bayer á lyfjafyrirtækinu Schering.
Merck keypti óvænt rúm 18 prósent hlutabréfa í Schering rétt fyrir lokun markaða í New York í Bandaríkjunum á föstudag og komst í stöðu til að koma í veg fyrir að Bayer næði 75 prósenta hlut í fyrirtækinu.
Bayer var komið með 61,5 prósent hlutafjár í Schering á mánudag og stóð til að hækka hlutinn enn frekar til að ná yfirtöku í fyrirtækinu.
Forsvarsmenn Merck neituðu að tjá sig um kaupin að öðru leyti en því að fyrirtækið hefði keypt 18,6 prósent hlutafjár í Schering fyrir 86 evrur, rúmar 8.100 krónur, á hlut. Segja sérfræðingar að Merck sé líklegt til að koma í veg fyrir yfirtöku Bayer á fyrirtækinu.
Kaup Merck í Bayer voru ekki í þýskum anda, að sögn þýskra fjárfesta, sem telja líkur á að lyfjarisarnir skipti Schering upp á milli sín.
