Menntaskólanum á Akureyri slitið 17. júní 15. júní 2006 19:00 Menntaskólanum á Akureyri verður slitið með athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 17. júní. Athöfnin hefst klukkan 10 árdegis en húsið stendur opið gestum frá klukkan 9. Skólameistari Jón Már Héðinsson brautskráir að þessu sinni 133 stúdenta. Við athöfnina leika tveir nýstúdentar á hljóðfæri, Unnur Birna Björnsdóttir á fiðlu og Sigurður Helgi Oddsson á píanó. Fulltrúar nokkurra afmælisárganga flytja stutt ávörp og kveðjur til gamla skólans síns og Edda Hermannsdóttir fráfarandi formaður Hugins, skólafélags MA, flytur ávarp nýstúdenta. Klukkan 14.15 verður athöfn við hið gamla og góða íþróttahús MA, en þar verður afhjúpaður minningarsteinn um hjónin Þórhildi Steingrímsdóttur og Hermann Stefánsson. Bæði kenndu þau íþróttir við skólann áratugum saman og settu mikinn svip á menningarlíf skólans. Hermann var auk þess áhrifamaður í íslensku íþróttalífi, innleiddi hér blakíþróttina og átti ríkan þátt í uppvexti skíðaíþróttarinnar og uppbyggingarinnar í Hlíðarfjalli, svo fá dæmi séu tekin. Fjölmargir aðilar standa að því að reisa þeim hjónum þennan minningarstein, Menntaskólinn, Menntamálaráðuneytið, Akureyrarbær, Íþróttabandalag Akureyrar, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Blaksamband Íslands, Skíðasamband Íslands, Karlakór Akureyrar - Geysir, sem syngur við athöfnina, Zontaklúbbur Akureyrar, Seðlabanki Íslands, Glitnir, Landsbankinn, Arngrímur Jónsson og bræður hans og fjölmargir aðrir gamlir nemendur hjónanna. Á minningarsteininum er lágmynd af hjónunum, gerð af Ragnhildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Hús skólans verða opin gestum og gangandi síðdegis 17. júní. Klukkan 14-17 verða léttar veitingar á boðstólum í Kvosinni á Hólum. Gestum gefst kostur á að ganga um húsin, skoða þau og listaverk skólans ásamt ljósmyndum af gömlum nemendum á göngum Gamla skóla. Þá verða í nokkrum kennslustofum á Hólum sýnishorn af verkefnum nemenda, meðal annars fyrstu nýstúdenta af nýrri grein málabrautar, ferðamálabraut. Mjög margir gamlir stúdentar hittast í skólanum á þessum degi og rifja upp minningar um veru sína í Menntaskólanum á Akureyri. Að kvöldi 17. júní er hátíðarsamkoma nýstúdenta í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þetta er einhver fjölmennasta veisla ársins í Höllinni. Að þessu sinni lítur út fyrir að gestir verði yfir 1.000 talsins. Fram er borinn þríréttaður hátíðarkvöldverður. Nýstúdentar flytja nokkur skemmtiatriði og að lokum verður stiginn dans fram á nótt við undirleik gamalkunnrar sveitar, Í svörtum fötum. Um miðnætti ganga nýstúdentar um miðbæinn, en halda að vanda áfram dansi sínum í Höllinni að því loknu. Að kvöldi 16. júní er einnig hátíð í Höllinni, MA-hátíðin, sem er samfagnaður afmælisstúdenta frá MA. Jafnan hittast á þeirri hátíð stúdentar sem fagna afmæli sem stendur á heilum eða hálfum tug auk ársgamalla stúdenta, sem hafa það fyrir sið að koma í Höllina 16. júní, taka ofan hvítu kollana um miðnætti til marks um að fyrsta stúdentsárinu sé lokið. Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Menntaskólanum á Akureyri verður slitið með athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 17. júní. Athöfnin hefst klukkan 10 árdegis en húsið stendur opið gestum frá klukkan 9. Skólameistari Jón Már Héðinsson brautskráir að þessu sinni 133 stúdenta. Við athöfnina leika tveir nýstúdentar á hljóðfæri, Unnur Birna Björnsdóttir á fiðlu og Sigurður Helgi Oddsson á píanó. Fulltrúar nokkurra afmælisárganga flytja stutt ávörp og kveðjur til gamla skólans síns og Edda Hermannsdóttir fráfarandi formaður Hugins, skólafélags MA, flytur ávarp nýstúdenta. Klukkan 14.15 verður athöfn við hið gamla og góða íþróttahús MA, en þar verður afhjúpaður minningarsteinn um hjónin Þórhildi Steingrímsdóttur og Hermann Stefánsson. Bæði kenndu þau íþróttir við skólann áratugum saman og settu mikinn svip á menningarlíf skólans. Hermann var auk þess áhrifamaður í íslensku íþróttalífi, innleiddi hér blakíþróttina og átti ríkan þátt í uppvexti skíðaíþróttarinnar og uppbyggingarinnar í Hlíðarfjalli, svo fá dæmi séu tekin. Fjölmargir aðilar standa að því að reisa þeim hjónum þennan minningarstein, Menntaskólinn, Menntamálaráðuneytið, Akureyrarbær, Íþróttabandalag Akureyrar, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Blaksamband Íslands, Skíðasamband Íslands, Karlakór Akureyrar - Geysir, sem syngur við athöfnina, Zontaklúbbur Akureyrar, Seðlabanki Íslands, Glitnir, Landsbankinn, Arngrímur Jónsson og bræður hans og fjölmargir aðrir gamlir nemendur hjónanna. Á minningarsteininum er lágmynd af hjónunum, gerð af Ragnhildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Hús skólans verða opin gestum og gangandi síðdegis 17. júní. Klukkan 14-17 verða léttar veitingar á boðstólum í Kvosinni á Hólum. Gestum gefst kostur á að ganga um húsin, skoða þau og listaverk skólans ásamt ljósmyndum af gömlum nemendum á göngum Gamla skóla. Þá verða í nokkrum kennslustofum á Hólum sýnishorn af verkefnum nemenda, meðal annars fyrstu nýstúdenta af nýrri grein málabrautar, ferðamálabraut. Mjög margir gamlir stúdentar hittast í skólanum á þessum degi og rifja upp minningar um veru sína í Menntaskólanum á Akureyri. Að kvöldi 17. júní er hátíðarsamkoma nýstúdenta í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þetta er einhver fjölmennasta veisla ársins í Höllinni. Að þessu sinni lítur út fyrir að gestir verði yfir 1.000 talsins. Fram er borinn þríréttaður hátíðarkvöldverður. Nýstúdentar flytja nokkur skemmtiatriði og að lokum verður stiginn dans fram á nótt við undirleik gamalkunnrar sveitar, Í svörtum fötum. Um miðnætti ganga nýstúdentar um miðbæinn, en halda að vanda áfram dansi sínum í Höllinni að því loknu. Að kvöldi 16. júní er einnig hátíð í Höllinni, MA-hátíðin, sem er samfagnaður afmælisstúdenta frá MA. Jafnan hittast á þeirri hátíð stúdentar sem fagna afmæli sem stendur á heilum eða hálfum tug auk ársgamalla stúdenta, sem hafa það fyrir sið að koma í Höllina 16. júní, taka ofan hvítu kollana um miðnætti til marks um að fyrsta stúdentsárinu sé lokið.
Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira