EADS kærir dagblaðið Le Monde 29. júní 2006 14:03 Líkan af A380 risaþotu frá Airbus. Mynd/AFP EADS, móðurfélag evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus, hefur lagt fram kvörtun vegna leka á upplýsingum til franska dagblaðsins Le Monde þess efnis að stjórn EADS hafi verið kunnugt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota mánuði áður en tafirnar voru formlega tilkynntar. Að sögn EADS er hafin rannsókn á því hvernig upplýsingarnar láku til dagblaðsins. Í kvörtuninni koma m.a. fram ásakanir um þjófnað á skjölum úr eigu félagsins og birting á viðkvæmum upplýsingum. EADS og flugvélasmiðjan Airbus hefur verið undir miklum þrýstingi vegna endurtekinna tafa á framleiðslu flugvélanna en nokkrir stórir viðskiptavinir, sem höfðu pantað risaþotur hjá fyrirtækinu, hafa snúið sér annað. Auk þess hefur Noel Forgeard, yfirforstjóri samstæðunnar, verið sakaður um innherjasvik vegna sölu á bréfum sínum í fyrirtækinu skömmu áður en greint var frá fyrstu töfum á framleiðslu A380 risaþotanna í mars hafa hluthafar þrýst á um að honum verði sagt upp störfum. Airbus hefur orðið af gríðarlegum tekjum vegna tafa á framleiðslu A380 risaþotunum og hefur gengi hlutabréfa í fyrirtækinu fallið um 26 prósent frá miðjum mánuðinum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
EADS, móðurfélag evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus, hefur lagt fram kvörtun vegna leka á upplýsingum til franska dagblaðsins Le Monde þess efnis að stjórn EADS hafi verið kunnugt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota mánuði áður en tafirnar voru formlega tilkynntar. Að sögn EADS er hafin rannsókn á því hvernig upplýsingarnar láku til dagblaðsins. Í kvörtuninni koma m.a. fram ásakanir um þjófnað á skjölum úr eigu félagsins og birting á viðkvæmum upplýsingum. EADS og flugvélasmiðjan Airbus hefur verið undir miklum þrýstingi vegna endurtekinna tafa á framleiðslu flugvélanna en nokkrir stórir viðskiptavinir, sem höfðu pantað risaþotur hjá fyrirtækinu, hafa snúið sér annað. Auk þess hefur Noel Forgeard, yfirforstjóri samstæðunnar, verið sakaður um innherjasvik vegna sölu á bréfum sínum í fyrirtækinu skömmu áður en greint var frá fyrstu töfum á framleiðslu A380 risaþotanna í mars hafa hluthafar þrýst á um að honum verði sagt upp störfum. Airbus hefur orðið af gríðarlegum tekjum vegna tafa á framleiðslu A380 risaþotunum og hefur gengi hlutabréfa í fyrirtækinu fallið um 26 prósent frá miðjum mánuðinum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira