Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska orkurisans Enron, lést í morgun af völdum hjartaáfalls. Hann var 64 ára. Kviðdómur í Texas fann Lay og Jeffrey Skilling, fyrrum samstarfsfélaga hans, seka um stórfelld fjár- og bókhaldsbrot í lok maí og áttu þeir yfir höfði sér áratuga fangelsisvist.
