Olíuverð fór í tæpa 76 Bandaríkjadali í dag og hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir verðhækkuninni eru minni umframbirgðir af olíu í Bandaríkjunum, vaxandi spenna í Mið-Austurlöndum og gruns um sprengingu í olíuleiðslu í Nígeríu, sem aðili er að samtökum olíuframleiðsluríkja, OPEC.
Olíuverðið hækkað um 70 sent á mörkuðum í Bandaríkjunum og fór í 75,65 dali á tunnu en hafði til skamms tíma staðið í 75,89 í gær. Norðursjávarolía hækkaði um dal og tveimur sentum á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 75,41 dal á tunnu.
Að sögn fjármálasérfræðinga hefur vaxandi spenna, sem að margra mati er að fara úr böndunum, umtalsverð áhrif á markaðinn.
Íran er fjórða stærsta olíuframleiðsluríki í heimi en Nígería er það áttunda stærsta. Sprengingarnar sem um ræðir í olíuleiðslunum í Nígeríu urðu hjá ítölsku fyrirtæki sem er með starfsemi í suðurhluta landsins, og fór mikið magn olíu til spillis vegna þessa. Árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar á vegum erlendra aðila þar í landi hafa þegar orðið þess valdandi að olíuframleiðsla í Nígeríu hefur dregist mikið saman.