Líf, leikur og list 21. júlí 2006 15:00 Frá miðaldarmarkaðnum í fyrra. MYNS/ Hörður Geirsson Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir Miðaldamarkaði á Gásum í Eyjafirði laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. júlí næstkomandi milli kl. 10 og 16 báða dagana. Þar fá gestir tækifæri til þess að staldra við á síðmiðöldum og kynnast bæði starfsháttum og menningu þessa tíma. Kaupmenn og handverksfólk í miðaldaklæðnaði verður við leik og störf. Seldur verður innlendur og erlendur varningur og unnið verður að ýmiss konar handverki, svo sem vattarsaumi, tálgun og skósaum, auk þess sem spáð verður í rúnir. Einnig verður brennisteinn úr Námafjalli hreinsaður með gömlum aðferðum og skotið verður úr miðaldafallbyssu út í Eyjafjörð kl. 11:30, 13:30 og 16. Þá munu danskir riddarar berjast á jörðu niðri með spjótum og sverðum kl. 11, 13, og 15:30, járnsmiður verður að störfum milli kl. 13 og 15 og sönghópurinn Hymnodia syngur miðaldalög kl. 12 og 15. Fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem nú vinnur að fornleifarannsóknum á miðaldakaupstaðnum Gásum, verða að störfum báða dagana milli kl. 12 og 15 auk þess sem boðið verður uppá leiðsögn um uppgraftarsvæðið kl. 10:30, 12:30 og 15. Einnig gefst gestum tækifæri til að bregða á leik og reyna sig við bæði bogfimi og steinakast og milli kl. 14 og 16 verður teymt undir yngstu gestunum, sem fá að skella sér á bak hestum með þófa. Síðast en ekki síst verður hægt að gæða sér á kjötsúpu að miðaldasið í boði Norðlenska, Samkaupa/Úrvals og FRIÐRIKS V. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Dagskrá helgarinnar er eins báða dagana og hana má sjá í heild sinni á heimasíðunum www.gasir.is og www.akmus.is Samstarfsaðilar að miðaldamarkaðnum auk fyrrnefndra aðila eru handverksfólk og áhugafólk um miðaldir úr Eyjafirði, Gásavinafélagið og starfsfólk Middelaldercentret í Nykøbing - Falster í Danmörku og Vikingmuséet Borg á Lófoten í Noregi, en þátttaka hinna síðasttöldu er hluti af samnorrænu verkefni sem styrkt er af Norræna Menningarsjóðnum (Nordisk Kulturfond). Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Sjá meira
Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir Miðaldamarkaði á Gásum í Eyjafirði laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. júlí næstkomandi milli kl. 10 og 16 báða dagana. Þar fá gestir tækifæri til þess að staldra við á síðmiðöldum og kynnast bæði starfsháttum og menningu þessa tíma. Kaupmenn og handverksfólk í miðaldaklæðnaði verður við leik og störf. Seldur verður innlendur og erlendur varningur og unnið verður að ýmiss konar handverki, svo sem vattarsaumi, tálgun og skósaum, auk þess sem spáð verður í rúnir. Einnig verður brennisteinn úr Námafjalli hreinsaður með gömlum aðferðum og skotið verður úr miðaldafallbyssu út í Eyjafjörð kl. 11:30, 13:30 og 16. Þá munu danskir riddarar berjast á jörðu niðri með spjótum og sverðum kl. 11, 13, og 15:30, járnsmiður verður að störfum milli kl. 13 og 15 og sönghópurinn Hymnodia syngur miðaldalög kl. 12 og 15. Fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem nú vinnur að fornleifarannsóknum á miðaldakaupstaðnum Gásum, verða að störfum báða dagana milli kl. 12 og 15 auk þess sem boðið verður uppá leiðsögn um uppgraftarsvæðið kl. 10:30, 12:30 og 15. Einnig gefst gestum tækifæri til að bregða á leik og reyna sig við bæði bogfimi og steinakast og milli kl. 14 og 16 verður teymt undir yngstu gestunum, sem fá að skella sér á bak hestum með þófa. Síðast en ekki síst verður hægt að gæða sér á kjötsúpu að miðaldasið í boði Norðlenska, Samkaupa/Úrvals og FRIÐRIKS V. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Dagskrá helgarinnar er eins báða dagana og hana má sjá í heild sinni á heimasíðunum www.gasir.is og www.akmus.is Samstarfsaðilar að miðaldamarkaðnum auk fyrrnefndra aðila eru handverksfólk og áhugafólk um miðaldir úr Eyjafirði, Gásavinafélagið og starfsfólk Middelaldercentret í Nykøbing - Falster í Danmörku og Vikingmuséet Borg á Lófoten í Noregi, en þátttaka hinna síðasttöldu er hluti af samnorrænu verkefni sem styrkt er af Norræna Menningarsjóðnum (Nordisk Kulturfond).
Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Sjá meira