Hagnaður Landsbankans 20,4 milljarðar króna 27. júlí 2006 09:05 Landsbankinn. Mynd/Hari Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi nam rúmum 6,1 milljarði króna, sem er rúmum milljarði krónu meira en á sama tíma fyrir ári. Í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands kemur fram að grunntekjur Landsbankans (vaxtamunur og þjónustutekjur) hafi numið 36,4 milljörðum króna og er það 19,4 milljarða króna aukning frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld jukust um 8,9 milljarða krónur á milli ára. Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45 prósent af heildartekjum bankans samanborið við 4 milljarða og 16 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra. Þá jukust innlán viðskiptavina landsbankans um 42 prósent á tímabilinu og námu þau 475 milljörðum króna í lok júní. Innlán nema 37 prósent af heildarútlánum til viðskiptavina. Haft er eftir Sigurjón Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoman á fyrri helmingi ársins hafi verið mjög góð. „Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum nam gengishækkun hlutabréfasafns bankans 13 prósentum frá áramótum. Samþætting einstakra félaga og starfsþátta samstæðunnar miðar vel og myndar Landsbankinn og dótturfyrirtæki hans nú sterkan grunn til að byggja upp öfluga fyrirtækja- og fjárfestingabankaþjónustu í Evrópu," segir hann. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, segir ákveðins óróa hafi gætt á þeim mörkuðum sem bankinn sæki fjármagn til en aðstæður hafi farið batnandi og viðhorf fjárfesta til fjárfestinga í skuldabréfum bankans sé orðið jákvæðara. Landsbankinn gekk í gær frá 600 milljóna evra sambankaláni en það er stærsta sambankalán sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur tekið til þessa. Þá hefur bankinn gengið frá 7,5 milljarða dala 144A lánaramma í Bandaríkjunum en það opnar möguleika bankans til enn frekari áhættudreifingu í fjármögnun sinni, að sögn Halldórs. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi nam rúmum 6,1 milljarði króna, sem er rúmum milljarði krónu meira en á sama tíma fyrir ári. Í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands kemur fram að grunntekjur Landsbankans (vaxtamunur og þjónustutekjur) hafi numið 36,4 milljörðum króna og er það 19,4 milljarða króna aukning frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld jukust um 8,9 milljarða krónur á milli ára. Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45 prósent af heildartekjum bankans samanborið við 4 milljarða og 16 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra. Þá jukust innlán viðskiptavina landsbankans um 42 prósent á tímabilinu og námu þau 475 milljörðum króna í lok júní. Innlán nema 37 prósent af heildarútlánum til viðskiptavina. Haft er eftir Sigurjón Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoman á fyrri helmingi ársins hafi verið mjög góð. „Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum nam gengishækkun hlutabréfasafns bankans 13 prósentum frá áramótum. Samþætting einstakra félaga og starfsþátta samstæðunnar miðar vel og myndar Landsbankinn og dótturfyrirtæki hans nú sterkan grunn til að byggja upp öfluga fyrirtækja- og fjárfestingabankaþjónustu í Evrópu," segir hann. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, segir ákveðins óróa hafi gætt á þeim mörkuðum sem bankinn sæki fjármagn til en aðstæður hafi farið batnandi og viðhorf fjárfesta til fjárfestinga í skuldabréfum bankans sé orðið jákvæðara. Landsbankinn gekk í gær frá 600 milljóna evra sambankaláni en það er stærsta sambankalán sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur tekið til þessa. Þá hefur bankinn gengið frá 7,5 milljarða dala 144A lánaramma í Bandaríkjunum en það opnar möguleika bankans til enn frekari áhættudreifingu í fjármögnun sinni, að sögn Halldórs.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira