Lífið

MAN -MEN í Ketilshúsinu

Verk af sýningunni MAN - MEN eftir Hrefnu Harðardóttur. Sýningin stendur til 13. ágúst í Ketilshúsinu á Akureyri
Verk af sýningunni MAN - MEN eftir Hrefnu Harðardóttur. Sýningin stendur til 13. ágúst í Ketilshúsinu á Akureyri

Hrefna Harðardóttir myndlistarkona opnaði sýninguna : MAN - MEN, í Ketilhúsinu í Listagilinu Akureyri, laugardaginn 22. júlí. Sýningin verður opin til 13. ágúst og er opin frá 13-17 alla daga nema mánudaga

Viðfangsefni Hrefnu Harðardóttur á þessari sýningu eru samsetningar handgerðra forma í leir og og náttúrulegum fylgihlutum með áhrifum frá fornum menum (hálsmenum). Hrefna brá sér í huglægt tímaferðalag til að muna hvernig men voru á tímum mæðraveldisins þar sem gyðjan var í hávegum höfð í gömlu Evrópu og áður en formleg trúarbrögð og tími skreytilistar hófst.

Yfirskriftina má túlka sem tilraun til að: -muna mánagyðjuna með menið-.

Hrefna lærði leirlist í MHÍ en hefur einnig fjölbreyttan náms-og verkferil og tekið þátt í fjölmörgum sýningum hérlendis sem erlendis og er þessi sýning í Ketilhúsinu hennar tíunda einkasýning.

Verkin á sýningunni eru öll ný og unnin á síðustu vikum.

Nánari uppl. á http://www.umm.is/






Fleiri fréttir

Sjá meira


×