Skákhátíð á Grænlandi hefst á þriðjudag 31. júlí 2006 17:30 Skákhátíð á Grænlandi hefst á morgun, hátíðin stendur í heila viku og nær til þorpa og bæja á austurströnd Grænlands. Skákfélagið Hrókurinn heldur fylktu liði til Grænlands nú í vikunni, þar sem efnt verður til skákhátíðar fjórða árið í röð. Hátíðin stendur í heila viku og nær til þorpa og bæja á austurströnd Grænlands. Um 40 manns eru í föruneyti Hróksins sem efna mun til margra viðburða fyrir börn og fullorðna í fimm þorpum og bæjum. Hápunktur hátíðarinnar er IV. alþjóðlega Grænlandsmótið - Flugfélagsmótið 2006.Hátíðin hefst í Tasiilaq, þriðjudaginn 1. ágúst. Tasiilaq, sem margir Íslendingar þekkja betur sem Ammassalik, er stærsti bær Austur-Grænlands.Samkomuhúsi bæjarins verður breytt í skákhöll og haldin námskeið, æfingar, fjöltefli og hraðskákmót út vikuna. Þá munu Hróksmenn heimsækja leikskóla og munaðarleysingjaheimili í Tasiilaq og færa grænlenskum börnum gjafir frá velunnurum á Íslandi.Í vikunni munu Hróksmenn að auki heimsækja lítil þorp í grennd við Tasiilaq, dyggilega studdir liðsmönnum Kátu biskupanna úr Hafnarfirði. Kátu biskuparnir munu meðal annars halda 3ja daga hátíð í Kuummiit, 300 manna þorpi. Þrjú þorp til viðbótar verða heimsótt og slegið upp hátíðum fyrir börn. Sigurður Pétursson, sem hefur viðurefnið ísmaðurinn, mun sigla með leiðangursmenn milli þorpa. Sigurður, sem er löggiltur veiðimaður á grænlenska vísu, gjörþekkir til á Grænlandi og hefur verið mikil hjálparhella við skáklandnámið.Gert er ráð fyrir að tugir Íslendinga og Grænlendinga taki þátt í IV. alþjóðlega Grænlandsmótinu - Flugfélagsmótinu 2006. Meðal keppenda verður Róbert Harðarson, sem sigraði með yfirburðum á mótinu í fyrra, og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen, skólastjóri Hróksins. Íslensk grunnskólabörn eru líkleg til að láta að sér kveða, en þau skipa sem fyrr stórt hlutverk í sendinefnd Hróksins.Hrókurinn skipuleggur hátíðina á Grænlandi í samvinnu við Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Aðalbakhjarl skáklandnámsins á Grænlandi er Flugfélag Íslands, en fjölmargir hafa lagt Hróknum lið með einum eða öðrum hætti.Óhætt er að segja að listagyðjan leggi nú Hróknum lið í skáklandnáminu. Hulda Hákon myndlistarmaður mun stýra listasmiðju í Tasiilaq fyrir íslenska og grænlenska listamenn og verður sett upp sýning í vikulokin. Þá verður sýning í skákhöllinni á verkum Jóns Óskars og Tim Vollmer sýnir ljósmyndir frá Íslandi.Hægt verður að fylgjast með hátíðinni á Grænlandi á www.hrokurinn.is. Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Sjá meira
Skákfélagið Hrókurinn heldur fylktu liði til Grænlands nú í vikunni, þar sem efnt verður til skákhátíðar fjórða árið í röð. Hátíðin stendur í heila viku og nær til þorpa og bæja á austurströnd Grænlands. Um 40 manns eru í föruneyti Hróksins sem efna mun til margra viðburða fyrir börn og fullorðna í fimm þorpum og bæjum. Hápunktur hátíðarinnar er IV. alþjóðlega Grænlandsmótið - Flugfélagsmótið 2006.Hátíðin hefst í Tasiilaq, þriðjudaginn 1. ágúst. Tasiilaq, sem margir Íslendingar þekkja betur sem Ammassalik, er stærsti bær Austur-Grænlands.Samkomuhúsi bæjarins verður breytt í skákhöll og haldin námskeið, æfingar, fjöltefli og hraðskákmót út vikuna. Þá munu Hróksmenn heimsækja leikskóla og munaðarleysingjaheimili í Tasiilaq og færa grænlenskum börnum gjafir frá velunnurum á Íslandi.Í vikunni munu Hróksmenn að auki heimsækja lítil þorp í grennd við Tasiilaq, dyggilega studdir liðsmönnum Kátu biskupanna úr Hafnarfirði. Kátu biskuparnir munu meðal annars halda 3ja daga hátíð í Kuummiit, 300 manna þorpi. Þrjú þorp til viðbótar verða heimsótt og slegið upp hátíðum fyrir börn. Sigurður Pétursson, sem hefur viðurefnið ísmaðurinn, mun sigla með leiðangursmenn milli þorpa. Sigurður, sem er löggiltur veiðimaður á grænlenska vísu, gjörþekkir til á Grænlandi og hefur verið mikil hjálparhella við skáklandnámið.Gert er ráð fyrir að tugir Íslendinga og Grænlendinga taki þátt í IV. alþjóðlega Grænlandsmótinu - Flugfélagsmótinu 2006. Meðal keppenda verður Róbert Harðarson, sem sigraði með yfirburðum á mótinu í fyrra, og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen, skólastjóri Hróksins. Íslensk grunnskólabörn eru líkleg til að láta að sér kveða, en þau skipa sem fyrr stórt hlutverk í sendinefnd Hróksins.Hrókurinn skipuleggur hátíðina á Grænlandi í samvinnu við Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands. Aðalbakhjarl skáklandnámsins á Grænlandi er Flugfélag Íslands, en fjölmargir hafa lagt Hróknum lið með einum eða öðrum hætti.Óhætt er að segja að listagyðjan leggi nú Hróknum lið í skáklandnáminu. Hulda Hákon myndlistarmaður mun stýra listasmiðju í Tasiilaq fyrir íslenska og grænlenska listamenn og verður sett upp sýning í vikulokin. Þá verður sýning í skákhöllinni á verkum Jóns Óskars og Tim Vollmer sýnir ljósmyndir frá Íslandi.Hægt verður að fylgjast með hátíðinni á Grænlandi á www.hrokurinn.is.
Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Sjá meira