Lífið

Söguganga um Innbæinn og Fjöruna á Akureyri

Minjasafnskirkjan á Akureyri stendur í einum elsta hluta bæjarins.
Minjasafnskirkjan á Akureyri stendur í einum elsta hluta bæjarins.

Hörður Geirsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri mun leiða sögugöngu um elsta hluta bæjarins, Innbæinn og Fjöruna næstkomandi laugardag 5. águst kl 14. Gengið verður frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund.

Laxdalshús er elsta hús á Akureyri, byggt 1795. Það er eina húsið sem eftir stendur af gamla verslunarstaðnum niður af Lækjargilinu, öðru nafni Búðargili. Í Innbænum var þungamiðja Akureyrar allt fram um aldamótin 1900. Þar þreifst verslun og greiðasala, handiðnaður og menning sem enn má sjá merki um í mannvirkjum og húsbyggingum.

Í Innbænum er timburhúsabyggð með ýmsum dæmum um mismunandi byggingarstíla. Húsin og umhverfið geymir margar sögur, sem Hörður Geirsson miðlar í sögugöngunni. Gangan er létt og hentar öllum.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×