Hrókurinn kominn til Grænlands 1. ágúst 2006 17:30 Frá Grænlandi Alls lögðu 23 liðsmenn upp frá Reykjavíkurflugvelli í gær, mánudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, kvaddi leiðangursmenn og lofaði starf Hróksins meðal Grænlendinga. Þá var Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, heiðraður fyrir ómetanlegan stuðning við skáklandnámið sl. fjögur ár. Yngsti liðsmaður Hróksins í ferðinni, Andrés Burknason, færði Þorgerði Katrínu og Árna blómvendi og síðan var gengið um borð í Fokkervél FÍ og haldið til Kulusuk. Þar tók Sigurður Pétursson, sem kallaður er ísmaðurinn, á móti leiðangursmönnum á báti sínum, og við tók 2ja tíma sigling til höfuðstaðar Austur-Grænlands, Tasiilaq eða Ammassalik eins og bærinn var lengstum nefndur. Talsverður hafís var á leiðinni, en Sigurður stjakaði öllum jökum frá og kom Hróksmönnum heilum í höfn ásamt miklu magni af varningi, sem einkum er ætlaður til gjafa og er framlag íslenskra fyrirtækja til grænlenskra barna. Klukkan 6 í morgun lét Sigurður aftur úr höfn og nú var ferðinni heitið til heimabæjar hans, Kuummiit. Með í för eru m.a. sex galvaskir félagar úr Kátum biskupum í Hafnarfirði og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Þeir standa fyrir skákhátíð í Kuummiit í dag og halda svo til Sermiligaq á morgun, en það er eitt örfárra þorpa á austurströndinni sem Hróksmenn hafa ekki heimsótt til þessa. Stærstur hluti hópsins er í Tasiilaq og snemma í morgun var byrjað að taka samkomuhús bæjarins í gegn: þrífa, mála og bóna. Þetta er þriðja árið í röð sem Hrókurinn hreiðrar um sig í samkomuhúsinu, eða Skákhöllinni í Tasiilaq eins og byggingin er kölluð þegar Hrókurinn er í heimsókn. Í kvöld verður haldið hraðskákmót og má búast við mikilli þátttöku. Taflmennskan er þegar hafin í Tasiilaq, því um hádegisbil voru sett upp skákborð á torginu fyrir framan skákhöllina og hafa tugir barna unað sér við tafl í blíðviðrinu. Þarna hafa Hróksmenn hitt marga vini, jafnt börn sem fullorðna, og er undravert að sjá framfarir krakkanna enda starfar nú öflugt skákfélag í Tasiilaq, stofnað á síðasta ári. Á næstu dögum munu fleiri Íslendingar bætast í hópinn og hápunktur hátíðarinnar verður um næstu helgi þegar IV. Alþjóðlega Grænlandsmótið - FÍ mótið 2006 verður haldið. Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Alls lögðu 23 liðsmenn upp frá Reykjavíkurflugvelli í gær, mánudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, kvaddi leiðangursmenn og lofaði starf Hróksins meðal Grænlendinga. Þá var Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, heiðraður fyrir ómetanlegan stuðning við skáklandnámið sl. fjögur ár. Yngsti liðsmaður Hróksins í ferðinni, Andrés Burknason, færði Þorgerði Katrínu og Árna blómvendi og síðan var gengið um borð í Fokkervél FÍ og haldið til Kulusuk. Þar tók Sigurður Pétursson, sem kallaður er ísmaðurinn, á móti leiðangursmönnum á báti sínum, og við tók 2ja tíma sigling til höfuðstaðar Austur-Grænlands, Tasiilaq eða Ammassalik eins og bærinn var lengstum nefndur. Talsverður hafís var á leiðinni, en Sigurður stjakaði öllum jökum frá og kom Hróksmönnum heilum í höfn ásamt miklu magni af varningi, sem einkum er ætlaður til gjafa og er framlag íslenskra fyrirtækja til grænlenskra barna. Klukkan 6 í morgun lét Sigurður aftur úr höfn og nú var ferðinni heitið til heimabæjar hans, Kuummiit. Með í för eru m.a. sex galvaskir félagar úr Kátum biskupum í Hafnarfirði og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Þeir standa fyrir skákhátíð í Kuummiit í dag og halda svo til Sermiligaq á morgun, en það er eitt örfárra þorpa á austurströndinni sem Hróksmenn hafa ekki heimsótt til þessa. Stærstur hluti hópsins er í Tasiilaq og snemma í morgun var byrjað að taka samkomuhús bæjarins í gegn: þrífa, mála og bóna. Þetta er þriðja árið í röð sem Hrókurinn hreiðrar um sig í samkomuhúsinu, eða Skákhöllinni í Tasiilaq eins og byggingin er kölluð þegar Hrókurinn er í heimsókn. Í kvöld verður haldið hraðskákmót og má búast við mikilli þátttöku. Taflmennskan er þegar hafin í Tasiilaq, því um hádegisbil voru sett upp skákborð á torginu fyrir framan skákhöllina og hafa tugir barna unað sér við tafl í blíðviðrinu. Þarna hafa Hróksmenn hitt marga vini, jafnt börn sem fullorðna, og er undravert að sjá framfarir krakkanna enda starfar nú öflugt skákfélag í Tasiilaq, stofnað á síðasta ári. Á næstu dögum munu fleiri Íslendingar bætast í hópinn og hápunktur hátíðarinnar verður um næstu helgi þegar IV. Alþjóðlega Grænlandsmótið - FÍ mótið 2006 verður haldið.
Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira