Tónleikar á Gljúfrasteini um helgina 2. ágúst 2006 14:00 Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari og Kristjana Helgadóttir flautuleikari spila á Gljúfrasteini um helgina. Þeir sem sitja af sér útihátíðir eða önnur ferðalög um verslunarmannahelgina þurfa ekki að láta sér leiðast. Það er tilvalið að bregða sér spölkorn út fyrir bæjarmörkin og heimsækja safnið á Gljúfrasteini sem er opið alla helgina frá 9-17. Sé veður gott er einnig tilvalið að skoða nánasta umhverfi Gljúfrasteins eða halda áfram á Þingvelli. Á sunnudaginn heldur svo stofutónleikaröð Gljúfrasteins áfram þar sem Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari og Kristjana Helgadóttir flautuleikari spila. Sem fyrr hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og aðgangseyrir er aðeins 500 krónur. Efnisskrá þeirra Gunnhildar og Kristjönu er fjölbreytt en þar getur að líta verk eftir J.S. Bach og samtímatónskáldin Jean Francaix og Toru Takemitsu. Þær stöllur hófu samstarf sitt þegar þær stunduðu báðar nám í Tónlistarháskólanum í Amsterdam. Þær hafa stundað nám og störf á tónlistarsviðinu víða um heim og leika í ýmsum tónlistarhópum sem starfa bæði hér á landi og erlendis. Saman leika þær bæði í Tríó Artis, sem árlega kemur fram á nýárstónleikum í Mosfellskirkju, og í tónlistahópnum „adapter" sem hefur sérhæft sig í flutningi samtímatónlistar og hefur frumflutt fjölda tónverka . Gunnhildur Einarsdóttir hóf nám sitt 13 ára undir leiðsögn Elísabetar Waage. Að stúdentsprófi loknu lærði hún við Conservatoire Superieur de Region de Paris í einn vetur. Hún var einnig í einkatímum hjá Sioned Williams í London áður en hún hóf nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam. Þaðan lauk hún BA gráðu með láði árið 2002 og mastersgráðu vorið 2004. Í mastersnámi sínu sérhæfði Gunnhildur sig í flutningi samtímatónlistar. Auk þess spilar hún á barokkhörpu og hefur komið fram bæði sem einleikari og continuo leikari á það hljóðfæri. Gunnhildur kemur fram reglulega sem einleikari og leikur einnig í fjölmörgum kammerhópum. Hún er meðlimur í Tríó Artis, skandinavíska tríóinu Norn og Kammersveitinni Ísafold. Árið 2003 stofnaði Gunnhildur ásamt Matthias Engler kammerhópinn „adapter" . „Adapter" sérhæfir sig í flutningi samtímatónlistar og hefur frumflutt fjölda verka og unnið náið með tónskáldum. Gunnhildur hefur komið fram víða um heim, á Íslandi, Spáni, Ítalíu, Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Eistlandi, Tékklandi og í Tævan. Í haust mun Gunnhildur hefja doktorsnám í hörpuleik við Síbelíusarakademíuna í Helsinki. Kristjana Helgadóttir hóf þverflautunámið við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og fór þaðan í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún lauk kennaraprófi 1994 og burtfararprófi 1995. Að því loknu hóf hún nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam hjá Abbie de Quant þar sem hún lauk mastersnámi 1998 og ári síðar námi í samtímatónlist hjá Harrie Starreveld. Kristjana er í tónlistarhópunum Tríó Artis sem árlega kemur fram á nýárstónleikum í Mosfellskirkju og „adapter" þar sem eingöngu er flutt samtímatónlist. Kristjana er kennari og deildarstjóri við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og hefur verið lausráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikur í hljómsveit Íslensku Óperunnar. Í byrjun árs 2005 stofnaði Kristjana ásamt fleirum Tónlistarfélag Mosfellsbæjar. Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Þeir sem sitja af sér útihátíðir eða önnur ferðalög um verslunarmannahelgina þurfa ekki að láta sér leiðast. Það er tilvalið að bregða sér spölkorn út fyrir bæjarmörkin og heimsækja safnið á Gljúfrasteini sem er opið alla helgina frá 9-17. Sé veður gott er einnig tilvalið að skoða nánasta umhverfi Gljúfrasteins eða halda áfram á Þingvelli. Á sunnudaginn heldur svo stofutónleikaröð Gljúfrasteins áfram þar sem Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari og Kristjana Helgadóttir flautuleikari spila. Sem fyrr hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og aðgangseyrir er aðeins 500 krónur. Efnisskrá þeirra Gunnhildar og Kristjönu er fjölbreytt en þar getur að líta verk eftir J.S. Bach og samtímatónskáldin Jean Francaix og Toru Takemitsu. Þær stöllur hófu samstarf sitt þegar þær stunduðu báðar nám í Tónlistarháskólanum í Amsterdam. Þær hafa stundað nám og störf á tónlistarsviðinu víða um heim og leika í ýmsum tónlistarhópum sem starfa bæði hér á landi og erlendis. Saman leika þær bæði í Tríó Artis, sem árlega kemur fram á nýárstónleikum í Mosfellskirkju, og í tónlistahópnum „adapter" sem hefur sérhæft sig í flutningi samtímatónlistar og hefur frumflutt fjölda tónverka . Gunnhildur Einarsdóttir hóf nám sitt 13 ára undir leiðsögn Elísabetar Waage. Að stúdentsprófi loknu lærði hún við Conservatoire Superieur de Region de Paris í einn vetur. Hún var einnig í einkatímum hjá Sioned Williams í London áður en hún hóf nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam. Þaðan lauk hún BA gráðu með láði árið 2002 og mastersgráðu vorið 2004. Í mastersnámi sínu sérhæfði Gunnhildur sig í flutningi samtímatónlistar. Auk þess spilar hún á barokkhörpu og hefur komið fram bæði sem einleikari og continuo leikari á það hljóðfæri. Gunnhildur kemur fram reglulega sem einleikari og leikur einnig í fjölmörgum kammerhópum. Hún er meðlimur í Tríó Artis, skandinavíska tríóinu Norn og Kammersveitinni Ísafold. Árið 2003 stofnaði Gunnhildur ásamt Matthias Engler kammerhópinn „adapter" . „Adapter" sérhæfir sig í flutningi samtímatónlistar og hefur frumflutt fjölda verka og unnið náið með tónskáldum. Gunnhildur hefur komið fram víða um heim, á Íslandi, Spáni, Ítalíu, Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Eistlandi, Tékklandi og í Tævan. Í haust mun Gunnhildur hefja doktorsnám í hörpuleik við Síbelíusarakademíuna í Helsinki. Kristjana Helgadóttir hóf þverflautunámið við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og fór þaðan í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún lauk kennaraprófi 1994 og burtfararprófi 1995. Að því loknu hóf hún nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam hjá Abbie de Quant þar sem hún lauk mastersnámi 1998 og ári síðar námi í samtímatónlist hjá Harrie Starreveld. Kristjana er í tónlistarhópunum Tríó Artis sem árlega kemur fram á nýárstónleikum í Mosfellskirkju og „adapter" þar sem eingöngu er flutt samtímatónlist. Kristjana er kennari og deildarstjóri við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og hefur verið lausráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikur í hljómsveit Íslensku Óperunnar. Í byrjun árs 2005 stofnaði Kristjana ásamt fleirum Tónlistarfélag Mosfellsbæjar.
Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira