40 splunkunýjar myndir á þremur vikum 3. ágúst 2006 16:30 Iceland Film Festival býður Íslendingum til mikillar kvikmyndaveislu dagana 30. ágúst - 20. september. Hátíðin Iceland Film Festival býður Íslendingum til mikillar kvikmyndaveislu dagana 30. ágúst - 20. september. Hátíðin mun leggja undir sig Háskólabíó og Regnboga í þrjár vikur og sýna um 40 splunkunýjar kvikmyndir. Myndunum verður skipt í að minnsta kosti fjóra flokka:HEIMUR: Rjóminn af óháðum myndum hvaðanæva að úr heiminum.AMERÍKA: Kvikmyndir óháðra framleiðenda í Bandaríkjunum.HEIMILDARMYNDIR: Nýjustu og bestu heimildarmyndirnar frá öllum heimshornumGALA: Sérvaldar kvikmyndir sem allar verða frumsýndar með viðhöfn. Þar á meðal opnunar- og lokamynd hátíðarinnar. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri flokkar bætist við þegar nær dregur. Hafa fyrstu sex titlarnir verið samþykktir og eru þeir eftirfarandi: DAVE CHAPELLE'S BLOCK PARTY (USA/100mín) í Ameríkuflokknum Leikstjóri: Michel Gondry - Aðalhlutverk: Dave Chapelle, Erykah Badu, Lauryn Hill, Mos Def o.fl. Grínsnillingurinn Dave Chapelle ákveður að halda götupartý í Brooklyn; smalar saman nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum heims og fer svo út á götu hér og þar um Bandaríkin og afhendir fólki sem hann hittir "gullmiða" í partýið. Við fylgjumst svo með uppákomunni verða að veruleika og fáum að verða vitni að einhverjum allra skemmitlegustu tónleikum sem settir hafa verið upp. Annar snillingur sér um leikstjórnina; sjálfur Michel Gondry, sem á að baki myndir á borð við Eternal Sunshine of the Spotless Mind og hefur leikstýrt mörgum af flottustu tónlistarmyndböndum síðustu ára, þar á meðal nokkrum með Björk. Myndin var frumsýnd á Toronto í fyrra þar sem hún var sýnd ókláruð, en sló rækilega í gegn og var seld til dreifingar fyrir háar fjárhæðir.http://www.imdb.com/title/tt0425598/http://www.chappellesblockparty.com/ ENRON: THE SMARTEST GUYS IN THE ROOM (USA/109mín) sýnd í Heimildarmyndaflokknum Leikstjóri: Alex Gibney - Aðalhlutverk: John Beard, George W. Bush, Dick Cheney, Peter Coyote, Kenneth Lay o.fl. Mögnuð heimildarmynd um stærsta hneyksli Bandarískrar viðskiptasögu. Litið er á málið frá ölum hliðum en yfirstjórnendur Enron tóku með sér um billjón dollara og skildu fjárfesta og starfsmenn eftir tómhenta, um það leyti er fyrirtækið var 7. stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna. Talað er við innherja úr innsta hring og einstakar mynd- og hljóðupptökur frá fyrirtækinu sjálfu og starfsfólki þess sýna vel að stóru draumarnir og ótakmarkað sjálfstraustið sem einkenndi þann kúltúr sem Enron hreykti sér af, var í raun ekkert annað en algjör klikkun og siðleysi. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin.http://www.imdb.com/title/tt0413845/http://www.enronmovie.com/ THE LIBERTINE (UK/114mín) sýnd í Heimsflokknum Leikstjóri: Laurence Dunmore - Aðalhlutverk: Johnny Depp, Paul Ritter og John Malkovich. Johnny Depp fer hér algjörlega á kostum í mögnuðu hlutverki, sem hinn frægi John Wiolmot, Jarlinn af Rochester, skáldinu sem var uppi í á 18. öld og stundaði svo villtan lífstíl að hann dó fyrir aldur fram, en hlaut svo mikið lof fyrir verk sín, eftir andlátið. Jarlinn var kynlífsfíkill og alkóhólisti og hann dó 33 ára gamall úr kynsjókdómi sem hafði meðal annars þau áhrif á hann meðan hann lifði, að nefið á honum svo til hvarf. Það er ekki víst að þér eigi eftir að líka vel við þennan óborganlega karakter, en þú átt eftir að skemmta þér vel að fylgjast með ótrúlegum uppáækjum hans.http://www.imdb.com/title/tt0375920/http://www.miramax.com/thelibertine/ THE WIND THAT SHAKES THE BARLEY (UK/127mín) sýnd í Heimsflokknum. Leikstjóri: Ken Loach - Aðalhlutverk: Cillian Murphy, Padraic Delaney, Liam Cunningham. Nýjasta snilldarstykki meistara Ken Loack kom sá og sigraði á Cannes í maí; hlaut Gullpálmann og frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Myndin fjallar um tvo bræður á þriðja áratug síðustu aldar berjast saman fyrir sjálfstæði Írlands gegn Englendingum en verða svo andstæðingar í borgarastyrjöld stuttu síðar. Kraftmikil og dramatísk mynd sem skilur engan eftir ósnortin.http://www.imdb.com/title/tt0460989/http://www.thewindthatshakesthebarley.co.uk/ TSOTSI (UK/South Africa/94mín) sýnd í Heimsflokknum. Grípandi mynd frá Suður-Afríku sem fékk Óskarinn sem BESTA ERLENDA MYNDIN fyrr á árinu. Sagan gerist yfir 6 daga í bænum Soweto í Jóhannesarborg, þar sem meginmarkmið íbúanna er einfaldlega að lifa af. Við fylgjumst með miskunnarlausum klíkuleiðtoga sem lendir í því að þurfa passa lítið barn sem var óvart rænt er klíkan hans stal bíl. Þetta er sálfræðitryllir um mann sem þarf að horfast í augu við sitt eigið grimma eðli og afleiðingar gjörða sinna. "Tsotsi" þýðir bókstaflega "krimmi" eða "hrotti" í götutungumálum gettóanna í Suður-Afríku.http://www.imdb.com/title/tt0468565/http://www.tsotsi.com/english/index.php A COCK AND BULL STORY (UK/94mín) sýnd í Heimsflokknum.Leikstjóri: Michael Winterbottom - Aðalhlutverk: Steve Cogan, Rob Brydon, Shirley Henderson, Mark Tandy , Jeremy Northam o.fl. Einn virtasti og allra frjóasti leikstjóri samtímans sendir hér frá sér óborganlega gamanmynd með grínsnillingnum Steve Coogan. Við fylgjumst með hópi kvikmyndargerðamanna reyna gera kvikmynd úr bókinni Tristram Shandy og sveiflumst milli myndarinnar sem verið að gera og svipmynda af því sem gerist bak við tjöldin. Stærðin skiptir máli: hlutverk, ego, skór, nef. Kærasta aðalleikarans er mætt á svæðið, með nýfæddan soninn. Hún vill kynlíf en þau eru alltaf trufluð. Atriði eru skotin, endurskotin og hent. Tilgangur verksins er óljós.http://www.imdb.com/title/tt0423409/http://www.tristramshandymovie.com/ Iceland Film Festival setti mark sitt á kvikmyndamenninguna hérlendis strax á sína fyrsta starfsári, í fyrra. Í apríl var haldin langstærsta kvikmyndahátið Íslandssögunnar þar sem hátt í 70 kvikmyndir voru sýndar á 3 vikum og löðuðu að hvorki fleiri né færri en 34.000 gesti. Heimsþekktir gestir á borð við Gabriel Garcia Bernal og Walter Salles sóttu Ísland heim í tilefni hennar. Í október var svo haldin önnur hátíð, sem endaði með alheimsfrumsýningu Hostel og heimsóknar Quentins Tarantino, sem var svo yfir sig hrifinn að hann kom aftur 6 vikum síðar til að halda sína eigin mini-hátíð um áramótin síðustu í samstarfi við IFF. IFF 2006 verður ekki síður glæsileg hátíð og má búast við spennandi gestakomum, frumsýningum á íslenskum kvikmyndum og fjölda annara spennandi viðburða. Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Iceland Film Festival býður Íslendingum til mikillar kvikmyndaveislu dagana 30. ágúst - 20. september. Hátíðin mun leggja undir sig Háskólabíó og Regnboga í þrjár vikur og sýna um 40 splunkunýjar kvikmyndir. Myndunum verður skipt í að minnsta kosti fjóra flokka:HEIMUR: Rjóminn af óháðum myndum hvaðanæva að úr heiminum.AMERÍKA: Kvikmyndir óháðra framleiðenda í Bandaríkjunum.HEIMILDARMYNDIR: Nýjustu og bestu heimildarmyndirnar frá öllum heimshornumGALA: Sérvaldar kvikmyndir sem allar verða frumsýndar með viðhöfn. Þar á meðal opnunar- og lokamynd hátíðarinnar. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri flokkar bætist við þegar nær dregur. Hafa fyrstu sex titlarnir verið samþykktir og eru þeir eftirfarandi: DAVE CHAPELLE'S BLOCK PARTY (USA/100mín) í Ameríkuflokknum Leikstjóri: Michel Gondry - Aðalhlutverk: Dave Chapelle, Erykah Badu, Lauryn Hill, Mos Def o.fl. Grínsnillingurinn Dave Chapelle ákveður að halda götupartý í Brooklyn; smalar saman nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum heims og fer svo út á götu hér og þar um Bandaríkin og afhendir fólki sem hann hittir "gullmiða" í partýið. Við fylgjumst svo með uppákomunni verða að veruleika og fáum að verða vitni að einhverjum allra skemmitlegustu tónleikum sem settir hafa verið upp. Annar snillingur sér um leikstjórnina; sjálfur Michel Gondry, sem á að baki myndir á borð við Eternal Sunshine of the Spotless Mind og hefur leikstýrt mörgum af flottustu tónlistarmyndböndum síðustu ára, þar á meðal nokkrum með Björk. Myndin var frumsýnd á Toronto í fyrra þar sem hún var sýnd ókláruð, en sló rækilega í gegn og var seld til dreifingar fyrir háar fjárhæðir.http://www.imdb.com/title/tt0425598/http://www.chappellesblockparty.com/ ENRON: THE SMARTEST GUYS IN THE ROOM (USA/109mín) sýnd í Heimildarmyndaflokknum Leikstjóri: Alex Gibney - Aðalhlutverk: John Beard, George W. Bush, Dick Cheney, Peter Coyote, Kenneth Lay o.fl. Mögnuð heimildarmynd um stærsta hneyksli Bandarískrar viðskiptasögu. Litið er á málið frá ölum hliðum en yfirstjórnendur Enron tóku með sér um billjón dollara og skildu fjárfesta og starfsmenn eftir tómhenta, um það leyti er fyrirtækið var 7. stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna. Talað er við innherja úr innsta hring og einstakar mynd- og hljóðupptökur frá fyrirtækinu sjálfu og starfsfólki þess sýna vel að stóru draumarnir og ótakmarkað sjálfstraustið sem einkenndi þann kúltúr sem Enron hreykti sér af, var í raun ekkert annað en algjör klikkun og siðleysi. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin.http://www.imdb.com/title/tt0413845/http://www.enronmovie.com/ THE LIBERTINE (UK/114mín) sýnd í Heimsflokknum Leikstjóri: Laurence Dunmore - Aðalhlutverk: Johnny Depp, Paul Ritter og John Malkovich. Johnny Depp fer hér algjörlega á kostum í mögnuðu hlutverki, sem hinn frægi John Wiolmot, Jarlinn af Rochester, skáldinu sem var uppi í á 18. öld og stundaði svo villtan lífstíl að hann dó fyrir aldur fram, en hlaut svo mikið lof fyrir verk sín, eftir andlátið. Jarlinn var kynlífsfíkill og alkóhólisti og hann dó 33 ára gamall úr kynsjókdómi sem hafði meðal annars þau áhrif á hann meðan hann lifði, að nefið á honum svo til hvarf. Það er ekki víst að þér eigi eftir að líka vel við þennan óborganlega karakter, en þú átt eftir að skemmta þér vel að fylgjast með ótrúlegum uppáækjum hans.http://www.imdb.com/title/tt0375920/http://www.miramax.com/thelibertine/ THE WIND THAT SHAKES THE BARLEY (UK/127mín) sýnd í Heimsflokknum. Leikstjóri: Ken Loach - Aðalhlutverk: Cillian Murphy, Padraic Delaney, Liam Cunningham. Nýjasta snilldarstykki meistara Ken Loack kom sá og sigraði á Cannes í maí; hlaut Gullpálmann og frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Myndin fjallar um tvo bræður á þriðja áratug síðustu aldar berjast saman fyrir sjálfstæði Írlands gegn Englendingum en verða svo andstæðingar í borgarastyrjöld stuttu síðar. Kraftmikil og dramatísk mynd sem skilur engan eftir ósnortin.http://www.imdb.com/title/tt0460989/http://www.thewindthatshakesthebarley.co.uk/ TSOTSI (UK/South Africa/94mín) sýnd í Heimsflokknum. Grípandi mynd frá Suður-Afríku sem fékk Óskarinn sem BESTA ERLENDA MYNDIN fyrr á árinu. Sagan gerist yfir 6 daga í bænum Soweto í Jóhannesarborg, þar sem meginmarkmið íbúanna er einfaldlega að lifa af. Við fylgjumst með miskunnarlausum klíkuleiðtoga sem lendir í því að þurfa passa lítið barn sem var óvart rænt er klíkan hans stal bíl. Þetta er sálfræðitryllir um mann sem þarf að horfast í augu við sitt eigið grimma eðli og afleiðingar gjörða sinna. "Tsotsi" þýðir bókstaflega "krimmi" eða "hrotti" í götutungumálum gettóanna í Suður-Afríku.http://www.imdb.com/title/tt0468565/http://www.tsotsi.com/english/index.php A COCK AND BULL STORY (UK/94mín) sýnd í Heimsflokknum.Leikstjóri: Michael Winterbottom - Aðalhlutverk: Steve Cogan, Rob Brydon, Shirley Henderson, Mark Tandy , Jeremy Northam o.fl. Einn virtasti og allra frjóasti leikstjóri samtímans sendir hér frá sér óborganlega gamanmynd með grínsnillingnum Steve Coogan. Við fylgjumst með hópi kvikmyndargerðamanna reyna gera kvikmynd úr bókinni Tristram Shandy og sveiflumst milli myndarinnar sem verið að gera og svipmynda af því sem gerist bak við tjöldin. Stærðin skiptir máli: hlutverk, ego, skór, nef. Kærasta aðalleikarans er mætt á svæðið, með nýfæddan soninn. Hún vill kynlíf en þau eru alltaf trufluð. Atriði eru skotin, endurskotin og hent. Tilgangur verksins er óljós.http://www.imdb.com/title/tt0423409/http://www.tristramshandymovie.com/ Iceland Film Festival setti mark sitt á kvikmyndamenninguna hérlendis strax á sína fyrsta starfsári, í fyrra. Í apríl var haldin langstærsta kvikmyndahátið Íslandssögunnar þar sem hátt í 70 kvikmyndir voru sýndar á 3 vikum og löðuðu að hvorki fleiri né færri en 34.000 gesti. Heimsþekktir gestir á borð við Gabriel Garcia Bernal og Walter Salles sóttu Ísland heim í tilefni hennar. Í október var svo haldin önnur hátíð, sem endaði með alheimsfrumsýningu Hostel og heimsóknar Quentins Tarantino, sem var svo yfir sig hrifinn að hann kom aftur 6 vikum síðar til að halda sína eigin mini-hátíð um áramótin síðustu í samstarfi við IFF. IFF 2006 verður ekki síður glæsileg hátíð og má búast við spennandi gestakomum, frumsýningum á íslenskum kvikmyndum og fjölda annara spennandi viðburða.
Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira