Nico Muhly - Speaks Volumes 24. ágúst 2006 18:30 Ný íslensk hljómplötuútgáfa, Bedroom Community gefur út sína fyrstu afurð, plötuna Speaks Volumes eftir Bandaríska tónskáldið Nico Muhly sem búsettur er í New York. Nico Muhly útskrifaðist frá tónsmíðadeild Juilliard og hefur þegar á 25. aldursári vakið mikla athygli þeirra sem hafa fingur á púlsi ný-klssískrar tónlistar, en verk hans eru flutt reglulega beggja vegna Atlantshafsins. Speaks Volumes er unnin í nánu samstarfi við Valgeir Sigurðsson og er jafnframt fyrsta útgáfan undir nýstofnuðu merki hans Bedroom Community, en leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Valgeir vann að plötu Bjarkar, Medúlla, í New York. Nico var þá fenginn til að leika á píanó og aðstoðaði hann síðar við útsetningar á tónlistinni í kvikmyndinni Drawing Restraint 9 - og sú hugmynd kviknaði fljótlega að vinna saman að hljómplötu með verkum Nicos. Þá fékk Valgeir Nico einnig til liðs við sig við strengjaútsetningar fyrir væntanlega plötu Bonnie 'Prince' Billy, sem hann stjórnaði upptökum á fyrir skemmstu. Nico hefur síðust ár unnið náið með hinu þekkta bandaríska tónskáldi Philip Glass, sem útsetjari kvikmynda- og sviðstónlistar, auk þess að hafa skrifað útsetningar fyrir Antony (úr Antony and the Johnssons), en Antony er einn þeirra flytjenda sem leggja Nico lið á Speaks Volumes. Af framangreindu má merkja að tónlist Nico Muhly hefur breiða skýrskotun en Speaks Volumes skartar 7 kammer verkum sem byggja oft á einu lykilhljóðfæri (selló, marimba, píanó, fiðla, klarínett, lágfiðla..) og Valgeir og Nico nýta sér óravíddir hljóðvers-tækninnar til að varpa nýju ljósi á hljóðheim þessara hefðbundnu hljóðfæra, þar sem áhersla er lögð á óvenju mikla 'nálægð' hljómsins. Þannig hefst platan á "Clear Music", verki sem skrifað er fyrir selló- studdu af hörpu og selestu, en loka verkið "Keep In Touch" er einskonar dúett fyrir lágfiðlu og einstaka rödd Antonys, umvafinn veigamiklum undirleik . Þrátt fyrir að Nico vinni tónsmíðar sínar á hefðbundinn máta, (með blaði og penna) eru verkin á Speaks Volumes ekki endilega skrifuð eða unnin útfrá því að hægt sé að flytja þau á tónleikum líkt og um nítjándu aldar klassík væri að ræða, en nokkur hafa þó verið flutt nú þegar í New York við góðan orðstír og er stefnan tekin á tónleika í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina síðar á árinu. Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Ný íslensk hljómplötuútgáfa, Bedroom Community gefur út sína fyrstu afurð, plötuna Speaks Volumes eftir Bandaríska tónskáldið Nico Muhly sem búsettur er í New York. Nico Muhly útskrifaðist frá tónsmíðadeild Juilliard og hefur þegar á 25. aldursári vakið mikla athygli þeirra sem hafa fingur á púlsi ný-klssískrar tónlistar, en verk hans eru flutt reglulega beggja vegna Atlantshafsins. Speaks Volumes er unnin í nánu samstarfi við Valgeir Sigurðsson og er jafnframt fyrsta útgáfan undir nýstofnuðu merki hans Bedroom Community, en leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Valgeir vann að plötu Bjarkar, Medúlla, í New York. Nico var þá fenginn til að leika á píanó og aðstoðaði hann síðar við útsetningar á tónlistinni í kvikmyndinni Drawing Restraint 9 - og sú hugmynd kviknaði fljótlega að vinna saman að hljómplötu með verkum Nicos. Þá fékk Valgeir Nico einnig til liðs við sig við strengjaútsetningar fyrir væntanlega plötu Bonnie 'Prince' Billy, sem hann stjórnaði upptökum á fyrir skemmstu. Nico hefur síðust ár unnið náið með hinu þekkta bandaríska tónskáldi Philip Glass, sem útsetjari kvikmynda- og sviðstónlistar, auk þess að hafa skrifað útsetningar fyrir Antony (úr Antony and the Johnssons), en Antony er einn þeirra flytjenda sem leggja Nico lið á Speaks Volumes. Af framangreindu má merkja að tónlist Nico Muhly hefur breiða skýrskotun en Speaks Volumes skartar 7 kammer verkum sem byggja oft á einu lykilhljóðfæri (selló, marimba, píanó, fiðla, klarínett, lágfiðla..) og Valgeir og Nico nýta sér óravíddir hljóðvers-tækninnar til að varpa nýju ljósi á hljóðheim þessara hefðbundnu hljóðfæra, þar sem áhersla er lögð á óvenju mikla 'nálægð' hljómsins. Þannig hefst platan á "Clear Music", verki sem skrifað er fyrir selló- studdu af hörpu og selestu, en loka verkið "Keep In Touch" er einskonar dúett fyrir lágfiðlu og einstaka rödd Antonys, umvafinn veigamiklum undirleik . Þrátt fyrir að Nico vinni tónsmíðar sínar á hefðbundinn máta, (með blaði og penna) eru verkin á Speaks Volumes ekki endilega skrifuð eða unnin útfrá því að hægt sé að flytja þau á tónleikum líkt og um nítjándu aldar klassík væri að ræða, en nokkur hafa þó verið flutt nú þegar í New York við góðan orðstír og er stefnan tekin á tónleika í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina síðar á árinu.
Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira