Olíuverð hækkar á ný 19. september 2006 10:44 Olíudæla á bensínstöð. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á ný á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 64 bandaríkjadali á tunnu. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem slíkt gerist eftir talsverðar lækkanir í síðustu viku. Ástæðan fyrir hækkuninni eru tafir á olíuframleiðslu við nýja olíuvinnslustöð við Mexíkóflóa. Fyrirhugað var að olíuvinnsla hjá BP við Thunder Horse olíuvinnslustöðina við Mexíkóflóa, stærsta svæðinu í flóanum, hæfist fyrir ári. Vegna fellibylja á svæðinu undir lok síðasta árs og skemmda á tækjabúnaði frestuðust framkvæmdir. Olíuvinnsla hefur vegna þessa ekki náð markmiðum félagsins. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 25 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 64,05 dali á tunnu. Verðið fór niður í 62,03 dali á tunnu til skamms tíma á föstudag og hafði það ekki verið lægra í hálft ár. Þá hækkaði verð á Norðursjávarolíu um 33 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 64,38 dali á tunnu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á ný á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 64 bandaríkjadali á tunnu. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem slíkt gerist eftir talsverðar lækkanir í síðustu viku. Ástæðan fyrir hækkuninni eru tafir á olíuframleiðslu við nýja olíuvinnslustöð við Mexíkóflóa. Fyrirhugað var að olíuvinnsla hjá BP við Thunder Horse olíuvinnslustöðina við Mexíkóflóa, stærsta svæðinu í flóanum, hæfist fyrir ári. Vegna fellibylja á svæðinu undir lok síðasta árs og skemmda á tækjabúnaði frestuðust framkvæmdir. Olíuvinnsla hefur vegna þessa ekki náð markmiðum félagsins. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 25 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 64,05 dali á tunnu. Verðið fór niður í 62,03 dali á tunnu til skamms tíma á föstudag og hafði það ekki verið lægra í hálft ár. Þá hækkaði verð á Norðursjávarolíu um 33 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 64,38 dali á tunnu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent