Stefnir í hagnað hjá Sterling árið 2006 20. september 2006 09:12 Ein af vélum flugfélagsins Sterling. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir í viðtali við Markaðinn í dag, að allt stefni í það að félagið verði rekið með hagnaði í ár. „Árið 2006 stefnir í hagnað sem í reynd er ótrúlegur árangur á einu ári. Þetta var margfalt betra en þessi félög hafa gert nokkru sinni áður. Ég held að menn hafi verið búnir að gleyma því hjá Maersk að það hafi verið til plús í tölvunum." Sterling skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðungi eftir samfelldan hallarekstur í gegnum tíðina, en heildartap á fyrri hluta ársins nam 1,8 milljarði króna. Þrátt fyrir þetta er það mat Almars að fátt hafi unnið með félaginu. „Við höfum verið að reka fyrirtæki og sameina á sama tíma, við höfum því miður lent í deilum við stóran hluta starfsfólksins og olíuverð er 70-80 prósent hærra en á síðasta ári.“ Á sama tíma hafi frábært sumar í Danmörku, ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs, skopmyndamálið og fuglaflensan tvímælalaust haft áhrif. Almar Örn segist lítið geta tjáð sig um það hvort FL Group, eigendur félagsins, skoði sameiningu við önnur lággjaldaflugfélög eða þann möguleika að skrá félagið í kauphöll. FL Group er auðvitað fjárfestingafélag og hljóti að skoða alla kosti. Báðir kostir hljóti að koma til greina, enda er eigandi Sterling, FL Group, fjárfestingafélag þegar allt kemur til alls. „Við erum ekkert að vinna í því að sameinast öðrum félögum í dag, en maður getur aldrei kastað slíkum tækifærum frá sér. Ég hef oft vaknað á morgnana og spurt sjálfan mig hvers vegna í ósköpunum við sameinuðumst Maersk. Þegar upp er staðið þá sé ég að það var auðvitað rétt ákvörðun.“ Nú er eitt ár liðið frá því að Sterling og Maersk Air sameinuðust en gríðarlegur tími hefur farið í það að samþætta rekstur félaganna og er því verkefni að mestu leyti lokið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir í viðtali við Markaðinn í dag, að allt stefni í það að félagið verði rekið með hagnaði í ár. „Árið 2006 stefnir í hagnað sem í reynd er ótrúlegur árangur á einu ári. Þetta var margfalt betra en þessi félög hafa gert nokkru sinni áður. Ég held að menn hafi verið búnir að gleyma því hjá Maersk að það hafi verið til plús í tölvunum." Sterling skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðungi eftir samfelldan hallarekstur í gegnum tíðina, en heildartap á fyrri hluta ársins nam 1,8 milljarði króna. Þrátt fyrir þetta er það mat Almars að fátt hafi unnið með félaginu. „Við höfum verið að reka fyrirtæki og sameina á sama tíma, við höfum því miður lent í deilum við stóran hluta starfsfólksins og olíuverð er 70-80 prósent hærra en á síðasta ári.“ Á sama tíma hafi frábært sumar í Danmörku, ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs, skopmyndamálið og fuglaflensan tvímælalaust haft áhrif. Almar Örn segist lítið geta tjáð sig um það hvort FL Group, eigendur félagsins, skoði sameiningu við önnur lággjaldaflugfélög eða þann möguleika að skrá félagið í kauphöll. FL Group er auðvitað fjárfestingafélag og hljóti að skoða alla kosti. Báðir kostir hljóti að koma til greina, enda er eigandi Sterling, FL Group, fjárfestingafélag þegar allt kemur til alls. „Við erum ekkert að vinna í því að sameinast öðrum félögum í dag, en maður getur aldrei kastað slíkum tækifærum frá sér. Ég hef oft vaknað á morgnana og spurt sjálfan mig hvers vegna í ósköpunum við sameinuðumst Maersk. Þegar upp er staðið þá sé ég að það var auðvitað rétt ákvörðun.“ Nú er eitt ár liðið frá því að Sterling og Maersk Air sameinuðust en gríðarlegur tími hefur farið í það að samþætta rekstur félaganna og er því verkefni að mestu leyti lokið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira