Viðskipti innlent
Launavísitalan hækkaði um 0,7 prósent
Launavísitala í ágúst 2006 er 297,4 stig og hækkaði um 0,7 prósent frá júlímánuði, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Síðastliðna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,6 prósent. Til samanburðar hækkaði launavísitalan um 1,7 prósent á milli mánaða í júlí, sem var óvenjulega mikil hækkun. Á árinu hefur launavísitalan hækkað um 0,3 til 0,9 prósent á milli mánaða að janúar undanskildum en þá hækkaði hún um 3,3 prósent frá desember.