Handbolti

Deildin byrjar á stórleik

Frá leik Fram og Stjörnnunar í meistarakeppni HSÍ
Frá leik Fram og Stjörnnunar í meistarakeppni HSÍ MYND/Vilhelm

DHL-deild karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Fyrsti leikur tímabilsins er stórleikur í Ásgarði þar sem bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Íslandsmeisturum Fram og hefst leikurinn kl. 19:00. Í Austurbergi mætast ÍR og Haukar og hefst sá leikur kl. 20:00.

Stjarnan og Fram léku reyndar fyrir viku í Meistarakeppni HSÍ. Það var hörkuleikur en sigur Stjörnumanna, 25 -29, var þó ekki í mikilli hættu. Liðunum er spáð ágætu gengi í vetur en Fram er spáð öðru sætu og Stjörnunni fjórða sætinu, samkvæmt spá formanna, þjálfara og fyrirliða.

Nokkur munur er á liðum Hauka og ÍR samkvæmt spánni, en Haukum er spáð þriðja sætinu og ÍR er spáð botnsæti deildarinnar. Hinsvegar hefur Austurbergið reynst vera hin mesta ljónagryfja og ólíklegt að andstæðingar ÍR-inga bóki sigur þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×