
Handbolti
Óvæntur sigur ÍR á Haukum

Lið ÍR gerði sér lítið fyrir og skellti Haukum örugglega 36-30 í síðari leik kvöldsins í DHL deild karla í handbolta. Það var mál manna fyrir mót að ÍR yrði í miklum vandræðum í vetur eftir að hafa enn eina ferðina misst mikið af mönnum úr hóp sínum, en þessi fyrsti leikur liðsins í deildinni virðist þó ekki bera þess merki.