Schumacher á toppinn 1. október 2006 13:08 Michael Schumacher fagnaði eins og óður maður eftir sigurinn mikilvæga í Kína í dag NordicPhotos/GettyImages Þýski ökuþórinn Michael Schumacher er kominn í efsta sætið í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 í fyrsta skipti í tvö ár eftir að hann vann frábæran sigur í Kínakappakstrinum í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso hafnaði í öðru sæti í dag og eru þeir því jafnir að stigum þegar tvö mót eru eftir, en fleiri sigrar Þjóðverjans tryggja honum efsta sætið. Segja má að Renault liðið hafi kastað frá sér sigrinum eftir að aðstoðarmenn Alonso gerðu mistök í báðum viðgerðarhléum hans. Giancarlo Fisichella varð þriðji og Jenson Button tók fjórða sætið með því að taka fram úr félaga sínum Rubens Barrichello og Nick Heidfeld á lokasprettinum. Michael Schumacher fagnaði sigri sínum ógurlega og hoppaði og dansaði um eftir að hann steig út úr bílnum á meðan Alonso var daufur í dálkinn. "Þetta hefur verið frábær helgi hjá okkur. Ég ætlaði að reyna að aka varlega í dag við þessar erfiðu aðstæður og það er sérstaklega sætt að ná að landa sigri," sagði Schumacher. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þýski ökuþórinn Michael Schumacher er kominn í efsta sætið í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 í fyrsta skipti í tvö ár eftir að hann vann frábæran sigur í Kínakappakstrinum í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso hafnaði í öðru sæti í dag og eru þeir því jafnir að stigum þegar tvö mót eru eftir, en fleiri sigrar Þjóðverjans tryggja honum efsta sætið. Segja má að Renault liðið hafi kastað frá sér sigrinum eftir að aðstoðarmenn Alonso gerðu mistök í báðum viðgerðarhléum hans. Giancarlo Fisichella varð þriðji og Jenson Button tók fjórða sætið með því að taka fram úr félaga sínum Rubens Barrichello og Nick Heidfeld á lokasprettinum. Michael Schumacher fagnaði sigri sínum ógurlega og hoppaði og dansaði um eftir að hann steig út úr bílnum á meðan Alonso var daufur í dálkinn. "Þetta hefur verið frábær helgi hjá okkur. Ég ætlaði að reyna að aka varlega í dag við þessar erfiðu aðstæður og það er sérstaklega sætt að ná að landa sigri," sagði Schumacher.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira