KB banki hefur boðað til hluthafafundar þann 16. október þar sem stjórn bankans leggur til að bankinn greiði hluthöfum sínum arð í formi hlutabréf í Existu.
Fyrir hvern hlut í KB banka munu hluthafar fá 1,25 hluti í Existu og nemur arðgreiðslan um 7,7 prósent hlutafjár í Existu. Þetta jafngildir 19,2 milljörðum króna.
Stefnt er að því að arðgreiðslan verði þann 26. október.