Íslenski boltinn

Þór/KA heldur stöðu sinni í deildinni

Lið Þórs/KA frá Akureyri heldur stöðu sinni í Landsbankadeild kvenna en ÍR þarf að láta sætta sig við að vera áfram í 1. deildinni þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í efstu deild í umspili á dögunum.

Þetta er niðurstaða dómstóls KSÍ eftir að norðanliðið kærði úrslit síðari leiks liðanna í umspili á dögunum, en þar tefldi ÍR fram ólöglegum leikmanni að mati KSÍ, en sambandið hafði nokkru áður gefið markverðinum Berglindi Magnúsdóttur undanþágu til að spila leikinn. ÍR var þar með þriðja liðið sem Berglind spilaði með á árinu og var því ólögleg í leiknum.

ÍR hefur fyrir vikið verið dæmt 3-0 tap í leiknum og því heldur Þór/KA sæti sínu í deildinni að öllu óbreyttu, en ÍR-ingar ætla ekki að gangast við þessari niðurstöðu og ætla að áfrýja málinu frekar.

Þetta er hið neyðarlegasta mál fyrir knattspyrnusambandið og forvitnilegt verður að sjá hver framvinda málsins verður, en hér eru augljóslega miklir hagsmunir í húfi fyrir bæði félög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×