Þrír leikir í kvöld

Þrír leikir fara fram í DHL-deildinni í handbolta í kvöld, tveir í karlaflokki og þá verður leikur Gróttu og ÍBV í kvennaflokki spilaður klukkan 19 á Seltjarnarnesi eftir að leiknum var frestað í gær. Í karlaflokki mætast Stjarnan og HK í Ásgarði klukkan 19 og Fram tekur á móti Haukum í Framhúsinu klukkan 20.