Christian Streiff, forstjóri flugvélaframleiðandans Airbus, er sagður ætla að segja starfi sínu lausu síðar í dag. Louis Gallois, aðstoðarforstjóri EADS, móðurfélags Airbus mun taka við sæti hans.
Þetta þykja ekki góðar fréttir fyrir Airbus en Streiff hefur aðeins setið í um 100 daga í forstjórastóli.
Áður en Gallois kom til starfa hjá EADS var hann forstjóri evrópska flugvélaframleiðandans Aerospatiale, en það var eitt af fyrirtækjunum sem rann saman við EADS við stofnun samstæðunnar árið 2000.