Verðbólga minnkaði fyrir utan Noreg 13. október 2006 11:45 Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að meginástæðan minni verðbólgu í Svíþjóð sé lækkun olíuverðs. Kostnaður við samgöngur hafi lækkað verulega samhliða lækkun á olíuverði undanfarna mánuði. Seðlabankinn í Svíþjóð hefur hækkað vexti fjórum sinnum á þessu ári og eru stýrivextir nú 2,5 prósent. Talsmenn bankans hafa gefið í skyn að vextir verði hækkaðir frekar á þessu ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 4 prósent í Svíþjóð á næsta ári. Verðbólga í Danmörku minnkaði einnig í september og mælist 1,5 prósent. Olíuverð á hlut að máli en einnig jókst framleiðni. Greiningardeildin segir minni líkur nú en áður taldar á ofhitnun danska hagkerfisins þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi ekki mælst minna í um 30 ár. Þá hefur innflutningur á ódýrum vörum frá Kína aukist og kemur það í veg fyrir hækkun á neysluvörum. Danski seðlabankinn hækkaði vexti nýlega og eru þeir nú 3,5 prósent í samræmi við hækkun stýrivaxta hjá evrópska seðlabankanum. Búist er við frekari vaxtahækkun á Evrusvæðinu og má því gera ráð fyrir hækkun í Danmörku fyrir árslok. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,3 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári en 0,4 prósentustiga minni hagvexti á næsta ári. Á sama tíma jókst verðbólga í Noregi og er hún nú 2,6 prósent. Norski seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðasta mánuði eftir fimm hækkanir frá því í júní í fyrra en stýrivextir bankans eru nú 3 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,4 prósenta hagvexti í Noregi á þessu ári en 2,8 prósenta hagvexti á því næsta og er þetta eina landið í Evrópu sem sjóðurinn spáir auknum hagvexti á milli ára. Fjármálaráðuneytið í Noregi spáir hagvexti fyrir hagkerfið fyrir utan olíuiðnaðinn og skipaiðnaðinn. Ný spá frá þeim sem kom út í síðustu viku gerir ráð fyrir 3,4 prósenta hagvexti á þessu ári og 2,9 prósenta hagvexti á næsta ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að meginástæðan minni verðbólgu í Svíþjóð sé lækkun olíuverðs. Kostnaður við samgöngur hafi lækkað verulega samhliða lækkun á olíuverði undanfarna mánuði. Seðlabankinn í Svíþjóð hefur hækkað vexti fjórum sinnum á þessu ári og eru stýrivextir nú 2,5 prósent. Talsmenn bankans hafa gefið í skyn að vextir verði hækkaðir frekar á þessu ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 4 prósent í Svíþjóð á næsta ári. Verðbólga í Danmörku minnkaði einnig í september og mælist 1,5 prósent. Olíuverð á hlut að máli en einnig jókst framleiðni. Greiningardeildin segir minni líkur nú en áður taldar á ofhitnun danska hagkerfisins þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi ekki mælst minna í um 30 ár. Þá hefur innflutningur á ódýrum vörum frá Kína aukist og kemur það í veg fyrir hækkun á neysluvörum. Danski seðlabankinn hækkaði vexti nýlega og eru þeir nú 3,5 prósent í samræmi við hækkun stýrivaxta hjá evrópska seðlabankanum. Búist er við frekari vaxtahækkun á Evrusvæðinu og má því gera ráð fyrir hækkun í Danmörku fyrir árslok. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,3 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári en 0,4 prósentustiga minni hagvexti á næsta ári. Á sama tíma jókst verðbólga í Noregi og er hún nú 2,6 prósent. Norski seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðasta mánuði eftir fimm hækkanir frá því í júní í fyrra en stýrivextir bankans eru nú 3 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,4 prósenta hagvexti í Noregi á þessu ári en 2,8 prósenta hagvexti á því næsta og er þetta eina landið í Evrópu sem sjóðurinn spáir auknum hagvexti á milli ára. Fjármálaráðuneytið í Noregi spáir hagvexti fyrir hagkerfið fyrir utan olíuiðnaðinn og skipaiðnaðinn. Ný spá frá þeim sem kom út í síðustu viku gerir ráð fyrir 3,4 prósenta hagvexti á þessu ári og 2,9 prósenta hagvexti á næsta ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira