Lífið

Ísafold prentað hjá Íslandsprenti

Magnús Ólafsson, hjá Íslandsprenti, og Reynir Traustason, annan tveggja ritstjóra Ísafoldar, kampakátir við undirskrift samningsins.
Magnús Ólafsson, hjá Íslandsprenti, og Reynir Traustason, annan tveggja ritstjóra Ísafoldar, kampakátir við undirskrift samningsins.

Tímaritið Ísafold, sem væntanlegt er í verslanir um allt land um mánaðamótin næstu, verður prentað hjá Íslandsprenti í Hafnarfirði. Samkomulag þess efnis var undirritað á dögunum. Starfsemi Íslandsprents hófst árið 2004 og býr prentsmiðjan yfir allri þeirri tækni og þekkingu sem þarf til að prenta hágæðatímarit. Gerðar eru miklar kröfur til prentgæða Ísafoldar og hafa prófanir og athuganir í prentsmiðju Íslandsprent uppfyllt öll skilyrði.

 

 



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×