Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur ákveðið að fresta kaupum á A380 risaþotum frá Airbus. Flugfélagið ætlaði upphaflega að kaupa sex nýja risaþotur, sem eru þær stærstu í heimi, og fá þær afhentar árið 2009. Í dag var hins vegar greint frá því að afhending frestist fram til 2013.
Breska ríkisútvarpið segir þetta enn eitt áfallið fyrir evrópsku flugvélasmiðjur Airbus, sem séð hefur á eftir tveimur æðstu stjórnendum fyrirtækisins og greint frá uppsögnum á starfsfólki til að hagræða í rekstri. Þá hefur gengi móðurfélags Airbus, EADS, lækkað mikið vegna tafa á framleiðslu risaþotunnar. Þá hafa nokkur flugfélög hætt við kaup á risaþotunum vegna þessa og önnur ýjað að því að þau muni fara fram á skaðabætur frá hendi Airbus vegna tafa á afhendingu vélanna.