Peugeotbílar innkallaðir í Danmörku 30. október 2006 17:39 Norðmaðurinn Henning Solberg í rallýakstri á Peugeot 307 í mars á þessu ári. Mynd/AFP Frönsku bílaframleiðendurnir hjá Peugeot hafa ákveðið að innkalla 10.500 bíla af gerðinni Peugot 307 í Danmörku vegna galla í bremsukerfi. Bílarnir, sem voru framleiddir á árunum 2003 til 2005, eru mest seldur bílarnir í Danaveldi. Eigendum bílanna hefur verið greint frá gallanum og geta þeir farið með þá til umboðsaðila í Danmörku, sem mun kanna bremsukerfið. Það er skammstafað ESP og gerir ökumanni kleift að halda góðri stjórn á bílnum við slæmar aðstæður. Jens R. Andersens, talsmanns Peugeot í Danmörku, segir í samtali við vefútgáfu danska dagblaðsins Berlingske Tidende, að bilunina sé hægt að rekja til rakans í dönsku lofti, sem geti valdið skammhlaupi í bremsukerfinu með þeim afleiðingum að eldur getur komið upp í þeim. Andersen vissi hins vegar ekki til þess að bílarnir hefðu verið innkallaðir í öðrum löndum. „Vandamálið tengist dönsku veðurfari, raka og salti sem dreift er á danska vegi að veturlagi," segir hann. Í júní í fyrra innkallaði Peugeot 60.000 bíla á Norðurlöndunum í kjölfar þess að eldur kom upp í 9 bílum. Fyrirtækið sagði ástæðuna fyrir bilun í bílunum vera kulda á Norðurlöndunum og salt sem sett sé á vegi í hálku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Frönsku bílaframleiðendurnir hjá Peugeot hafa ákveðið að innkalla 10.500 bíla af gerðinni Peugot 307 í Danmörku vegna galla í bremsukerfi. Bílarnir, sem voru framleiddir á árunum 2003 til 2005, eru mest seldur bílarnir í Danaveldi. Eigendum bílanna hefur verið greint frá gallanum og geta þeir farið með þá til umboðsaðila í Danmörku, sem mun kanna bremsukerfið. Það er skammstafað ESP og gerir ökumanni kleift að halda góðri stjórn á bílnum við slæmar aðstæður. Jens R. Andersens, talsmanns Peugeot í Danmörku, segir í samtali við vefútgáfu danska dagblaðsins Berlingske Tidende, að bilunina sé hægt að rekja til rakans í dönsku lofti, sem geti valdið skammhlaupi í bremsukerfinu með þeim afleiðingum að eldur getur komið upp í þeim. Andersen vissi hins vegar ekki til þess að bílarnir hefðu verið innkallaðir í öðrum löndum. „Vandamálið tengist dönsku veðurfari, raka og salti sem dreift er á danska vegi að veturlagi," segir hann. Í júní í fyrra innkallaði Peugeot 60.000 bíla á Norðurlöndunum í kjölfar þess að eldur kom upp í 9 bílum. Fyrirtækið sagði ástæðuna fyrir bilun í bílunum vera kulda á Norðurlöndunum og salt sem sett sé á vegi í hálku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira