Kall leiklistargyðjunnar 1. nóvember 2006 18:38 Leiklistin er heillandi. Þegar ég var unglingur var sagt að mjög spennandi væri að fara í Leiklistarskólann vegna þess að þar færu allir saman í sturtu, karlar og konur. Einnig var sagt að karlkyns nemendur í skólanum stunduðu reglulegar tippamælingar í búningsklefum. Nú berast fréttir af því að fyrsta árs nemar í Listaháskólanum hafi tekið sig til og pissað á stúlku. Það var í námskeiði sem nefnist Fræði og framkvæmd. Það hefur greinilega ekkert breyst. Skólinn segir að nemendur verði að fá listrænt svigrúm. Sem er ábyggilega rétt. Þjónustan við listagyðjuna tekur á sig margvíslegar myndir. --- --- --- Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar á vef Samfylkingarinnar grein undir yfirskriftinni Takið ykkur á strákar. Hún beinir orðum sínum til okkar karlmanna - sem hóps - við verðum að taka okkur á varðandi nauðganir, segir hún. Nú skil ég ekki alveg hvað þingkonan er að fara. Hvað á ég sammerkt með þeim mönnum sem nauðga annað en að ég er af sama kyni og þeir? Segjum nú að morðalda gangi yfir Reykjavík, myndi þá einhver hvetja mig til að "taka mig á" Ég vil hafa skikkanlegt og friðsamlegt samfélag eins og flest fólk, karlar og konur. Ég þoli ekki ofbeldi. Ég beiti konur ekki ofbeldi. Og mér finnst hallærislegt að vera settur í sama flokk og ofbeldismenn, bara af því ég er karl. --- --- --- Halda menn í alvörunni að Ekstrabladet sé að skrifa um íslenska kapítalista til að hefna fyrir Nyhedsavisen? Þetta mátti lesa í Viðskiptablaðinu í morgun. Ég hef starfað við fjölmiðla í aldarfjórðung og þykist vita að blaðamenn eru yfirleitt ekki í þessháttar pólitík. Staðreyndin er einfaldlega að þetta er það sem Danir vilja lesa, það er frjór jarðvegur fyrir þessari umfjöllun - og Ekstrablaðið útvegar stöffið. Hún er algjörlega í stíl blaða af þessari sortinni hvers ær og kýr er að staðfesta ríkjandi fordóma fremur en ganga gegn þeim. Það er líka það sem lesendur vilja. Kannski er greinarflokkurinn lélegur, kannski er ekkert nýtt í honum, kannski er verið að tengja saman hluti á hæpnum forsendum. En þetta er samt dúndurefni. Halda menn ekki að við Íslendingar hefðum áhuga á að lesa um hóp Grænlendinga sem kæmi hingað með svona bægslagangi - og drýldnum yfirlýsingum um að við kynnum ekkert í bisness? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Leiklistin er heillandi. Þegar ég var unglingur var sagt að mjög spennandi væri að fara í Leiklistarskólann vegna þess að þar færu allir saman í sturtu, karlar og konur. Einnig var sagt að karlkyns nemendur í skólanum stunduðu reglulegar tippamælingar í búningsklefum. Nú berast fréttir af því að fyrsta árs nemar í Listaháskólanum hafi tekið sig til og pissað á stúlku. Það var í námskeiði sem nefnist Fræði og framkvæmd. Það hefur greinilega ekkert breyst. Skólinn segir að nemendur verði að fá listrænt svigrúm. Sem er ábyggilega rétt. Þjónustan við listagyðjuna tekur á sig margvíslegar myndir. --- --- --- Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar á vef Samfylkingarinnar grein undir yfirskriftinni Takið ykkur á strákar. Hún beinir orðum sínum til okkar karlmanna - sem hóps - við verðum að taka okkur á varðandi nauðganir, segir hún. Nú skil ég ekki alveg hvað þingkonan er að fara. Hvað á ég sammerkt með þeim mönnum sem nauðga annað en að ég er af sama kyni og þeir? Segjum nú að morðalda gangi yfir Reykjavík, myndi þá einhver hvetja mig til að "taka mig á" Ég vil hafa skikkanlegt og friðsamlegt samfélag eins og flest fólk, karlar og konur. Ég þoli ekki ofbeldi. Ég beiti konur ekki ofbeldi. Og mér finnst hallærislegt að vera settur í sama flokk og ofbeldismenn, bara af því ég er karl. --- --- --- Halda menn í alvörunni að Ekstrabladet sé að skrifa um íslenska kapítalista til að hefna fyrir Nyhedsavisen? Þetta mátti lesa í Viðskiptablaðinu í morgun. Ég hef starfað við fjölmiðla í aldarfjórðung og þykist vita að blaðamenn eru yfirleitt ekki í þessháttar pólitík. Staðreyndin er einfaldlega að þetta er það sem Danir vilja lesa, það er frjór jarðvegur fyrir þessari umfjöllun - og Ekstrablaðið útvegar stöffið. Hún er algjörlega í stíl blaða af þessari sortinni hvers ær og kýr er að staðfesta ríkjandi fordóma fremur en ganga gegn þeim. Það er líka það sem lesendur vilja. Kannski er greinarflokkurinn lélegur, kannski er ekkert nýtt í honum, kannski er verið að tengja saman hluti á hæpnum forsendum. En þetta er samt dúndurefni. Halda menn ekki að við Íslendingar hefðum áhuga á að lesa um hóp Grænlendinga sem kæmi hingað með svona bægslagangi - og drýldnum yfirlýsingum um að við kynnum ekkert í bisness?
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun