Atvinnuleysi mældist 7,8 prósent á evrusvæðinu í september en það er óbreytt frá mánuðinum á undan, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.
Þetta er jafnframt fimmti mánuðurinn í röð sem atvinnuleysi helst óbreytt á evrusvæðinu. Þetta er að sama skapi 0,1 prósentustigi minna atvinnuleysi en hagstofan hafði gert ráð fyrir.