Endurskoðaðar afkomutölur bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) benda til að tap fyrirtækisins hafi verið minna á þriðja ársfjórðungi en talið var í fyrstu.
Tapið í endurskoðuðu uppgjöri fyrirtækisins nemur 91 milljón bandaríkjadölum eða 6,2 milljörðum íslenskra króna samanborið við jafnvirði ríflega 7,8 milljarða króna tap á fjórðungnum í upphaflegu uppgjöri fyrir tímabilið.
Svo virðist sem farist hafi fyrir að gera grein fyrir útistandandi bílalánum fyrirtækisins í upphaflegum afkomutölum.
GM hefur hagrætt talsvert í rekstri og meðal annars sagt upp 34.000 manns og ætlar að loka 12 verksmiðjum fyrir árslok.