Forstjóraskipti urðu í dag hjá þýska fjarskiptarisanum Deutsche Telekom, stærsta símafyrirtæki Evrópu. Kai-Uwe Picke, forstjóri fyrirtækisins, sagði óvænt upp störfum í morgun án nokkurra skýringa. Fyrirtækið hefur sett Rene Obermann, fyrrum forstjóra farsímahluta fyrirtækisins, í embætti forstjóra yfir samstæðunni.
Breska ríkisútvarpið segir Picke hafa verið undir þrýstingi frá hluthöfum í Deutsche Telekom. Fyrirtækið skilaði slakri afkomu á þriðja fjórðungi ársins en hagnaðurinn dróst saman um 34 prósent á milli ára.
Þá hefur franska fjölmiðlasamsteypan Vivendi gagnrýnt Deutsche Telekom fyrir að kaupa 48 prósenta hlut í pólska fjarskiptafyrirtækinu PTC frá pólska fyrirtækinu Elektrim. Vivendi, sem á hlut í PTC, segir Elektrim hafa ekki átt neinn rétt á að selja hlutinn til PTC án samþykkis Vivendis.
