Bestir rekstrarárangur í sögu Icelandair Group 15. nóvember 2006 11:55 Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group. Mynd/Pjetur Icelandair Group skilaði rétt tæplega 4 milljarða króna hagnaði fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri félagsins, segir þetta besta árangurinn í sögu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá Iclandair Group kemur fram að hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) hafi verið 5,7 milljarðar króna á tímabilinu. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 3,8 milljörðum króna á tímablinu en það er rúmum milljarði meira en á sama tíma fyrir ári. Þá námu heildartekjur Icelandair Group 43,5 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er 23 prósenta aukning á milli ára. Icelandair Group var á fyrstu níu mánuðum ársins hluti af FL Group, en félagið skipti um eigendur í síðasta mánuði. Í undirbúningi er að gera félagið að almenningshlutafélagi og stefnt að skráningu í Kauphöll Íslands 6. desember næstkomandi. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningu að rekstrarárangurinn sé sá besti í sögu félagsins og sé afkoman í samræmi við áætlanir. „Sérstaklega er ánægjulegt að sjá viðsnúning og ágæta afkomu Icelandair Hotels og Iceland Tours, tveggja ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa verið endurskipulögð á þessu og síðasta ári. Afkoman af millilandaflugi Icelandair, sem er stærsta eining samstæðunnar, hefur verið góð á árinu þrátt fyrir tæplega tveggja milljarða króna hækkun eldsneytiskostnaðar, og staða félagsins er sterk, einkum á heimamarkaðinum. Við gerum ráð fyrir að rekstur félagsins á árinu gangi samkvæmt áætlun," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Icelandair Group skilaði rétt tæplega 4 milljarða króna hagnaði fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Jón Karl Ólafsson, forstjóri félagsins, segir þetta besta árangurinn í sögu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá Iclandair Group kemur fram að hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) hafi verið 5,7 milljarðar króna á tímabilinu. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 3,8 milljörðum króna á tímablinu en það er rúmum milljarði meira en á sama tíma fyrir ári. Þá námu heildartekjur Icelandair Group 43,5 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er 23 prósenta aukning á milli ára. Icelandair Group var á fyrstu níu mánuðum ársins hluti af FL Group, en félagið skipti um eigendur í síðasta mánuði. Í undirbúningi er að gera félagið að almenningshlutafélagi og stefnt að skráningu í Kauphöll Íslands 6. desember næstkomandi. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningu að rekstrarárangurinn sé sá besti í sögu félagsins og sé afkoman í samræmi við áætlanir. „Sérstaklega er ánægjulegt að sjá viðsnúning og ágæta afkomu Icelandair Hotels og Iceland Tours, tveggja ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa verið endurskipulögð á þessu og síðasta ári. Afkoman af millilandaflugi Icelandair, sem er stærsta eining samstæðunnar, hefur verið góð á árinu þrátt fyrir tæplega tveggja milljarða króna hækkun eldsneytiskostnaðar, og staða félagsins er sterk, einkum á heimamarkaðinum. Við gerum ráð fyrir að rekstur félagsins á árinu gangi samkvæmt áætlun," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira