Gleraugun sem fuku, löggan, Árni og Kristinn 16. nóvember 2006 20:50 Í dag fuku gleraugun af nefinu á mér. Í norðanbálinu upp í Hlíðum. Þau eru svo fislétt að þau bárust með vindinum lengst niður Skaftahlðíðina. Ég gekk upp og niður götuna í langan tíma og leitaði, kíkti undir bíla, var eiginlega orðinn úrkula vonar þegar birtst glaðleg ljóshærð kona sem hughreysti mig - andartaki síðar fann ég gleraugun í hrúgu af laufi. Nýja húfan mín fauk líka af mér. Það var í Hafnarstrætinu. En ég náði henni fljótt aftur. Þetta er eitthvert ógeðslegasta veður sem ég man eftir í langan tíma. Starfsfélagi minn, Sigurður stormur, segir að kælingin í hviðunum jafngildi 35 stiga frosti. --- --- --- Það mætti halda af skrifum á sumum bloggsíðum að Kristinn H. Gunnarsson sé vandi framsóknarmanna. Það held ég ekki. Ég held að vandi Framsóknar sé miklu frekar skoðanalitlir þingmenn sem spila alltaf með liðinu, flokksfélagar sem líta á flokkinn sem vinnumiðlun og flokksmenn sem hafa verið að auðgast á gráa svæðinu milli stjórnmála og viðskipta - óhreinskilni flokksins og óvissa um hvað hann stendur fyrir. Ég vona að Kristinn fái góða kosningu í prófkjöri í Norðvesturkjördæmi. Ég veit heldur ekki betur en að afstaða hans til stórra mála eins Íraks og fjölmiðlafrumvarpsins eigi miklu meiri hljómgrunn hjá þjóðinni en það sem forysta Framsóknarflokksins var að baksa. Nú ef Kristinn verður felldur, þá hlýtur hann að finna sér annan flokk. Frjálslynda? Liggur ekki straumurinn þangað núna? -- --- --- Um fátt annað hef ég heyrt rætt í dag nema Árna Johnsen. Það þurfti bara örfá orð og Árni fyrirgerði samúð þjóðarinnar. Hún var eiginlega búin að fyrirgefa honum. Nú er þetta orðið vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Líklega er ekki hægt að setja Árna út af framboðslistanum en Geir Haarde hugsar Árna ábyggilega þegjandi þörfina fyrir að hafa komið í bakið á sér með tali sínu um "tæknileg mistök" daginn eftir að Geir lýsti yfir fullum stuðningi við hann. --- --- --- Las í gær umtalaða grein eftir Arnar Jensson lögregluforingja. Nokkrir punktar í því sambandi: Í fyrsta lagi: Arnar lætur eins og hann sé undrandi á því að ríkir menn geti keypt sér fleiri og betri lögfræðinga en fátækt fólk. Kann hann annan? Í öðru lagi: Arnar segir að menn vilji ekki koma til starfa í efnahagsbrotadeildinni. Nú er það svo að ef maður hefði tilskilda þekkingu myndi maður ábyggilega nýta sér hana annars staðar, kannski til að græða peninga í þessu mikla þensluástandi fremur en til að negla hvítflibbaglæpamenn. Framhjá því verður heldur ekki litið að lögreglan hefur ekki beinlínis aukið hróður sinn í stórum svikamálum undanfarin ár - nægir ekki að nefna olíusamráðið, málverkafalsanamálið og Baug. Í þriðja lagi: Sigurjón Magnús Egilsson fjallaði vissulega um Baugsmálið á Fréttablaðinu. Ég var ekki alltaf sammála efnistökunum, fjarri því. En að halda því fram að hann gangi erinda bróður síns Gunnars Smára þegar hann fjallar um málefni lögreglunnar í Blaðinu, það er ekki boðlegur málflutningur. Í fjórða lagi: Nú þegar er fjallað um að gefa lögreglunni aukin völd í formi greiningardeildar/leyniþjónustu, er þá ekki fullkomlega málefnalegt að skoða frammistöðu hennar á síðustu árum - til dæmis í máli Franklíns Steiner eins og gert var í Blaðinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun
Í dag fuku gleraugun af nefinu á mér. Í norðanbálinu upp í Hlíðum. Þau eru svo fislétt að þau bárust með vindinum lengst niður Skaftahlðíðina. Ég gekk upp og niður götuna í langan tíma og leitaði, kíkti undir bíla, var eiginlega orðinn úrkula vonar þegar birtst glaðleg ljóshærð kona sem hughreysti mig - andartaki síðar fann ég gleraugun í hrúgu af laufi. Nýja húfan mín fauk líka af mér. Það var í Hafnarstrætinu. En ég náði henni fljótt aftur. Þetta er eitthvert ógeðslegasta veður sem ég man eftir í langan tíma. Starfsfélagi minn, Sigurður stormur, segir að kælingin í hviðunum jafngildi 35 stiga frosti. --- --- --- Það mætti halda af skrifum á sumum bloggsíðum að Kristinn H. Gunnarsson sé vandi framsóknarmanna. Það held ég ekki. Ég held að vandi Framsóknar sé miklu frekar skoðanalitlir þingmenn sem spila alltaf með liðinu, flokksfélagar sem líta á flokkinn sem vinnumiðlun og flokksmenn sem hafa verið að auðgast á gráa svæðinu milli stjórnmála og viðskipta - óhreinskilni flokksins og óvissa um hvað hann stendur fyrir. Ég vona að Kristinn fái góða kosningu í prófkjöri í Norðvesturkjördæmi. Ég veit heldur ekki betur en að afstaða hans til stórra mála eins Íraks og fjölmiðlafrumvarpsins eigi miklu meiri hljómgrunn hjá þjóðinni en það sem forysta Framsóknarflokksins var að baksa. Nú ef Kristinn verður felldur, þá hlýtur hann að finna sér annan flokk. Frjálslynda? Liggur ekki straumurinn þangað núna? -- --- --- Um fátt annað hef ég heyrt rætt í dag nema Árna Johnsen. Það þurfti bara örfá orð og Árni fyrirgerði samúð þjóðarinnar. Hún var eiginlega búin að fyrirgefa honum. Nú er þetta orðið vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Líklega er ekki hægt að setja Árna út af framboðslistanum en Geir Haarde hugsar Árna ábyggilega þegjandi þörfina fyrir að hafa komið í bakið á sér með tali sínu um "tæknileg mistök" daginn eftir að Geir lýsti yfir fullum stuðningi við hann. --- --- --- Las í gær umtalaða grein eftir Arnar Jensson lögregluforingja. Nokkrir punktar í því sambandi: Í fyrsta lagi: Arnar lætur eins og hann sé undrandi á því að ríkir menn geti keypt sér fleiri og betri lögfræðinga en fátækt fólk. Kann hann annan? Í öðru lagi: Arnar segir að menn vilji ekki koma til starfa í efnahagsbrotadeildinni. Nú er það svo að ef maður hefði tilskilda þekkingu myndi maður ábyggilega nýta sér hana annars staðar, kannski til að græða peninga í þessu mikla þensluástandi fremur en til að negla hvítflibbaglæpamenn. Framhjá því verður heldur ekki litið að lögreglan hefur ekki beinlínis aukið hróður sinn í stórum svikamálum undanfarin ár - nægir ekki að nefna olíusamráðið, málverkafalsanamálið og Baug. Í þriðja lagi: Sigurjón Magnús Egilsson fjallaði vissulega um Baugsmálið á Fréttablaðinu. Ég var ekki alltaf sammála efnistökunum, fjarri því. En að halda því fram að hann gangi erinda bróður síns Gunnars Smára þegar hann fjallar um málefni lögreglunnar í Blaðinu, það er ekki boðlegur málflutningur. Í fjórða lagi: Nú þegar er fjallað um að gefa lögreglunni aukin völd í formi greiningardeildar/leyniþjónustu, er þá ekki fullkomlega málefnalegt að skoða frammistöðu hennar á síðustu árum - til dæmis í máli Franklíns Steiner eins og gert var í Blaðinu?
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun